Jónsbók (2004)/Erfðatal
Höfundur: óþekktur
Erfðatal
Hér hefur almenniligt erfðatal og segir hversu börn skilgetin taka arf eftir föður og móður
1.
Sú er hin fyrsta erfð er börn skilgetin taka arf eftir föður sinn og móður skilfengna að guðs lögum og manna, og sá sonarson er hann er skilgetinn og svo faðir hans, nema faðir hans hafi áður haft allan sinn hlut af arfi og tekur þá sonarson arf fyrr en í aðra erfð gangi. En svo skal fé skipta eftir föður og móður að tvær dætur skulu taka jafnt við einn son og slíkan hlut skal taka sonarson af arfi sem dóttir ef hann er til. Nú er einn son og ein dóttir, þá tekur hon þriðjung en hann tvo hluti. En ef faðir á jarðir eftir þá skulu synir snúast til höfuðbóla en dætur til útjarða eður lausafjár, ef eigi eru jarðir til, og skal hinn ellsti einn eignast höfuðból ef hinum hlotnast aðrar jarðir jafngóðar í sinn hlut að löglegri virðingu. En sonarson í sinn hlut þær jarðir sem faðir hans stóð til, þar til er hann hefur jafnt móti dóttur, en þau óðul sem meiri eru og faðir hans stóð til þá leysi hann ef hann vill af föðurbræðrum sínum fimmta hlut minna en verð eru. En eigi skal hann fyrr leysa af föðurbræðrum sínum en föðurfaðir hans er andaður, nema föðurfaðir verði ómagi barna sinna. En ef faðir missir sonar síns eður dóttur eður sonarsonar, þá tekur hann arf eftir þau ef þau eiga eigi skilgetin börn eftir sig, og þá tekur barn arf eftir föður sinn og aðra menn að það sé getið en eigi fætt ef það kemur með lífi í ljós og verður skírt. Slíkt fé sem móðir leggur til barna sinna og andast þau barnlaus þá erfir hún það allt eftir þau. En ef móðir er önduð, þá eigi börn hennar skilgetin að taka það fé fyrr en faðir. Nú er dóttir legin í föðurgarði eður bróður, þá á hún hvorki að taka arf eftir föður né móður, utan hafi slíka miskunn sem faðir vill gjört hafa eður bróðir ef eigi er faðir til. Nú er eigi son til arfs en til sé sonarson svo til kominn sem fyrr segir og sú dóttir sem eigi er legin, þá taki sú er í föðurgarði eður bróður var legin hálfu minna en hvort hinna. En ef enginn þeirra er til sem áður eru taldir, þá taki hún svo allan arf sem mál hennar væri óspellað. Hvervetna þar sem félag er hjóna í millum, þá skal gifting dætra og heimanfylgja greiðast af beggja þeirra fé eftir því sem félag þeirra var gjört. En ef eigi er félag hjóna í millum, þá skal eftir fjármagni hvort þeirra leggja til barna sinna. Eigi á faðir eður móðir að kvonga son sinn eður gifta dóttur sína með meira fé en slíkt komi þá á hvers hluta þeirra sem eftir eru ef þá væri erfðinni skipt, utan þeir lofi sem næstir standa arfi. En ef meira er heiman gefið þá jafnist það þá er arfur tæmist æ meðan arfur vinnst. En ef arfur vinnst eigi til leggi aftur til jafnaðar hver sem meira hafði en lög votta. Svo er staðfest að þar sem maður festir sér mey eður konu að guðs lögum og beggja þeirra samþykki, þá eru þau börn öll sem hann á með þeirri konu löglega til arfs komin, hvort sem þau eru getin fyrir festing eður eftir, utan þau sem í hórdómi hafa getin verið. En sú ein er lögleg festing eftir því sem forn lög votta, en engi önnur, er maður tekur í hönd mey eður konu að nærveröndum skilríkum vitnum og festir hann hana með þeim orðum sem þar tilheyra. En hverir sem annan veg binda sinn hjúskap þá skulu þeirra börn eigi lögleg til arfs vera.
2. Hér hefur upp aðra erfð
Sú er önnur erfð er tekur ættleiðingur sá er með lögum er til arfs kominn og leiddur, sonarson skilgetinn þó að faðir hans sé eigi skilgetinn og sonardóttir skilgetin ef faðir hennar er skilgetinn, og dótturson skilgetinn ef móðir hans er skilgetin, sinn þriðjung hver þeirra bæði í landi og lausum eyri. En þó að sonardóttir sé ein en þeir margir, þá tekur hún þó fullan hlut viður þá. Nú þó að þeirra einn sé til en þau mörg, þá tekur hann og fullan hlut þótt að fleiri sé í ættkvíslinni annarri. En ef eitt er þessara til þá tekur það þann arf allan. Svo og er nú staðfest að ættleiðingson skilgetinn tekur næst eftir ættleiðing þann arf sem ættleiðingur var til leiddur að lögum ef hann er andaður. Svo er og skipað þó að sonarsynir sé tveir eða fleiri, þeir sem faðir þeirra var skilgetinn, þá taki þeir eigi meira arf en faðir þeirra stóð til ef þeir eigu við þá að skipta sem jafnfram þeim standa til. Nú ef þessir eru öngvir til sem fyrr voru taldir, þá tekur dótturdóttir skilgetin ef móðir hennar er skilgetin.
3. Hér hefur upp hina þriðju erfð
Sú er hin þriðja erfð er bróðir verður bróður arfi og eru þeir samfeðra og skilgetnir, en ef bróður missir þá tekur systir samfeðra skilgetin. Nú er systir eigi til þá tekur móðir skilfengin arf eftir barn sitt, en ef hún er eigi til þá tekur frillusonardóttir skilgetin og frillusonarson skilgetinn, og ef þau eru eigi til þá tekur frilludótturdóttir skilgetin. En ef hún er eigi til, þá tekur móðurfaðir og föðurmóðir skilfengin. En ef hvorki þeirra er til, þá tekur móðirmóðir skilfengin.
4. Hér hefur upp fjórðu erfð
Sú er hin fjórða erfð er tekur föðurbróðir skilgetinn samfæddur ef faðir hans er skilgetinn og bróðurson skilgetinn af samfæddum bróður kominn, og var hann skilgetinn, og bróðir sammæddur skilgetinn ef móðir hans er skilgetin, sinn þriðjung hver þeirra ef allir eru til. Þá skal æ sá fyrri taka arf er skilgetinn föður á eður skilgetna móður, hvort sem heldur leiðir hann til þess arfs faðir eða móðir, þá hinn næst jafnskyldur þó að faðir hans sé frilluson eður móðir frilludóttir. En ef föðurbróðir er einn en bróðursynir fleiri, þá skal hann einn taka jafnt við þá. Nú er bróðurson einn en föðurbræður fleiri, þá skal hann taka við þá alla jafnt. Sama mál á bróðir sammæddur og svo skal hvervetna upp héðan, að jafnmikið skal taka einn í sína ættkvísl þó allmargir sé í aðra kvísl til síns hlutar. En ef einn er til þá tekur sá þann arf allan. Nú eru þeir eigi til sem áður eru taldir, þá tekur faðirsystir skilgetin samfeðra og bróðurdóttir skilgetin af samfæddum bróður komin og systir sammædd skilgetin, með fyrra skilorði.
5. Hér hefur hina fimmtu erfð
Sú er hin fimmta erfð er tekur móðurbróðir skilgetinn samfæddur og systurson skilgetinn af samfeðra systur kominn. En ef þeir eru eigi til þá tekur móðursystir skilgetin samfeðra og systurdóttir skilgetin af samfeðra systur komin.
6. Hér hefur hina séttu erfð
Sú er hin sétta erfð er bræðrasynir takast arf eftir skilgetnir ef feður þeirra eru skilgetnir og samfæddir, þá þeir næst þó að feður þeirra sé frillusynir. En ef þeir eru eigi til þá taka bræðradætur skilgetnar með fyrra skilorði. Nú eru þær eigi til þá taki systkinasynir skilgetnir. En ef þeir eru eigi til þá taka systkinadætur skilgetnar. Nú eru þær eigi til þá taka systrasynir skilgetnir. En ef þeir eru eigi til þá taka systradætur skilgetnar. Nú er engi þessara til þá tekur frilluson einn eður fleiri ef til eru og eigi í hórdóm getnir eður frændsemisspellum eður sifjaspellum nær meir en lofað er að lögum. En ef engi er þessara til þá tekur móðir óskilfengin arf eftir barn sitt það sem hún gat í frillulifnaði, og eigi í hórdómi getið eður sifjaspellum. En ef hún er eigi til þá tekur frilludóttir svo til komin sem um frilluson.
7. Hér hefur hina sjöndu erfð
Sú er hin sjönda erfð er tekur föðurbróðir skilgetinn sammæddur og bróðurson skilgetinn af sammæddum bróður kominn. Nú eru þeir eigi til þá tekur föðursystir skilgetin sammædd og bróðurdóttir skilgetin af sammæddum bróður komin.
8. Hér hefur hina áttundu erfð
Sú er hin áttunda erfð er tekur móðurbróðir skilgetinn sammæddur og systurson skilgetinn af sammæddri systur kominn. Nú eru þeir eigi til, þá tekur móðursystir skilgetin sammædd og systirdóttir skilgetin af sammæddri systur komin. Verður hvor annarrar arfi og svo er hvervetna þar sem tveir eður fleiri standa til eins arfs ef engi er sá til er taldur er áður.
9. Hér hefur hina níundu erfð
Sú er hin níunda erfð er maður tekur arf eftir bræðrungsbarn sitt af samfæddum komnir nema manni skyldari finnist, því að í þessari erfðinni nemur hinn nánari. Þar næst tekur jafnskyldur af systkinum kominn og taki fyrr í karllegg en kvenlegg. En ef þeir eru eigi til, þá tekur maður arf eftir systrungsbarn sitt.
10. Hér hefur hina tíundu erfð
Sú er hin tíunda erfð er taka þeir menn sem eru eftir bræðrabörn skilgetin og komin af samfæddum. Nú eru þeir eigi til, þá taki þeir sem eftir eru systkinabörn skilgetin. En ef þeir eru eigi til, þá taki þeir menn sem eftir eru systrasynir skilgetnir, þar næst systradætur skilgetnar, þriðja manni að frændsemi, og taki æ fyrr jafnskyldir karlmaður en kona.
11. Hér hefur elleftu erfð
Sú er hin ellefta erfð er takast bræðrasynir arf eftir skilgetnir ef feður þeirra eru sammæddir og skilgetnir, þá hinir næst þó að feður þeirra sé frillusynir. En ef þeir eru eigi til, þá taka bræðradætur skilgetnar með sama skilorði. Nú eru þær eigi til, þá taka systkinasynir skilgetnir, en þeim næst systkinadætur skilgetnar. Eru þær eigi til þá taka systrasynir skilgetnir, þar næst systradætur skilgetnar af sammæddum systrum komnar.
12. Hér hefur hina tólftu erfð
Sú er hin tólfta erfð er maður tekur arf eftir bræðrungsbarn sitt af sammæddum feðrum komnir, nema manni nánari finnist því að hér nemur hinn nánari. Þar næst tekur jafnskyldur af sammæddum systkinum kominn. Þar næst tekur maður arf eftir systrungsbarn sitt. Þá taka þeir menn sem eftir eru bræðrabörn skilgetin af sammæddum komnir, þar næst þeir sem eftir eru systkinabörn skilgetin fyrr í karllegg en kvenlegg, þar næst þeir sem eftir eru systrabörn þrímenningar að frændsemi, taki fyrr jafnskylt karlmaður en kona.
13. Hér hefur þrettándu erfð
Sú er hin þrettánda erfð er tekur frilluborinn sonarson. En ef hann er eigi til þá tekur sonardóttir frilluborin. Nú er hún eigi til þá tekur dótturson frilluborinn en þar næst dótturdóttir frilluborin, þá tekur bróðir samfeðri, þá tekur bróðir sammæðri, þá systir samfædd, þar næst systir sammædd frillubornar. Nú er hún eigi til, þá tekur föðurbróðir og bróðurson, fyrri samfeðra en sammæðra, þá hinir næst. Nú eru þeir eigi til, þá tekur föðursystir frilluborin og bróðirdóttir með sama skilorði, þar næst móðirbróðir og systirson, þar næst móðursystir og systurdóttir. En ef eigi eru þær til, þá taki bræðrungar, þar næst systkinabörn, þá systrabörn, fyrri karlmaður en kona. En ef þessara missir allra þá taki þeir sem að fjórða manni eru að frændsemi nema nánari finnist skilgetnir. En ef engi er til fjórmenningur að frændsemi eður nánari skilgetnir, þá taki frillubornir. Tekur maður þá fyrst arf eftir bræðrungsbarn sitt nema manni skyldari finnist, þar næst jafnskylt af systkinum, þá af systrum, skal sá fyrri taka er af samfæddum er, þá hinn næst frilluborinn. Þessu næst taka þrímenningar frillubornir, þar næst manni óskyldari, þá fjórmenningar frillubornir fyrr en undir kóng gangi.
14. Hér segir ef kyn manns er villt
Ef sá maður tekur arf eftir mann sem menn hyggja réttan erfingja og prófast kyn annars tveggi þeirra annað síðar, þá skal hann greiða erfingja er það prófast fé það allt sem hann tók í eignum eður lausafé utan landskyldir eður annan ávöxt, og svo skal hvervetna þar sem aðrir taka fyrr arf en erfingi réttur og þeir þóttust eiga fyrir því að kyn hans var villt.
15. Hér segir um ættleiðing
Nú vill maður bæta ráð sonar síns og leiða hann í ætt ef hann vill, ef sá játar sem arfi er næstur. Nú á hann sonu skilgetna til arfs síns þá má sá hver játa fyrir sig sem hann er tuttugu vetra gamall eður ellri. En ekki fyrir þá sem óalnir eru eður yngri en tvítugir. Má og sá engi maður játa arfi undan sér sem hann er yngri en tvítugur. En sá er tvítugur sem hann hefur tuttugu jólanætur hinar fyrstu. Tekur ættleiðingur slíkan rétt sem sá stóð til er játaði arfi. Nú skal sá sem mann ættleiðir og sá er játar arfi og sá sem ættleiddur er ganga allir samt fyrir kirkjudyr og halda á einni bók, þá skal sá maður sem ættleiðir svo mæla: Eg ættleiði þennan mann N. til fjár þess sem eg gefur hönum til gjalds og til gjafar, til sess og til sætis og til alls þess réttar sem ættleiðingur á að hafa eftir lögum. Svo skal konu ættleiða sem karlmann. Nú má leiða bróðir bróður í ætt og föðurbróðir bróðurson. Svo megu og fleiri menn mann í ætt leiða sem nú var talt. Og svo má kona ættleiða sem karlmaður ef sá játar sem arfi er næstur, ef hann er fulltíða og lögráðandi. Nú skal hann það fé allt hafa sem hann er til leiddur eftir lögum meðan þeir lifa er ættleiddu hann, allt til þess er arf ber undir hann. Síðan ber arfur honum vitni um aldur og ævi. Hann er og skyldur að færa fram alla þá ómaga sem lögkomnir eru á það fé. Hann er og skyldur að lýsa ættleiðing sinni sinn á hverjum tíu vetrum til þess er hann tekur arf. En hver sem öðruvíss er ættleiddur en nú er mælt, þá er sem ógjört sé og skal eigi haldast.
16. Hér segir hversu fara skal ef maður vegur mann til arfs
Ef maður verður fyrir þeirri villu að hann vegur mann til arfs eður ræður manni banaráð fram komin, þá hefir hann fyrirvegið þeim arfi, en arfur sá fari síðan að réttum erfðum sem sá væri engi til er mann vegur til arfs.
17. Hér segir um arfaskipti bráðdauðra manna
Ef menn falla í orrustu og kemst engi í brott eður drukkna menn allir, eður inni brenna eður verða fyrir skriðum, fari arfur þeirra sem þeir hafi allir senn látið líf sitt, nema annað prófist síðar meður lögligum vitnum.
18. Hér segir hversu fara skal féskipti eftir andaða menn félitla
Það er nú því næst að engi maður má gefa arf undan öðrum, utan þær gjafir sem síðar skilur. Vælakaup skal að vettugi hafa. Engi skal öðrum arfsvik gjöra. Nú er maður dauður, þá skal arfi í öndvegi setjast og gjöra skuldarmönnum stefnu að þeir komi þar allir að sjaund og hafi hver sína skuld í brott, slíka sem vitni bera honum. En ef eigi er fé svo mikið, þá skulu allir þarfnast svo sem tala rennur til. Sá skal meira þarfnast er meira átti fé að honum. En sá er eigi kemur að sjaund, sæki sitt að lögum og með vottum, og stefni erfingja til vottasögu ef fé er til. En þeir sem fyrir nauðsynja sakir koma eigi að sjaund og er fé eigi meira en hinir hafa tekið er fyrri komu, þá gjaldi þeir aftur er fyrri tóku og missi allir sem tala rennur til. En erfingi sé viðskildur ef hann bauð til að lögum.
19. Hér segir hversu fara skal um ómagaeyri og mála konu
Nú er ómagaeyrir í garði og máli konu, þá er vel ef þeim vinnst báðum. En ef þeim vinnst eigi báðum fé, þá skal hon þarfnast gagngjalds og gjafar. En ef eigi vinnst fé í alla staði, þá skal sá mest þarfnast er mest átti að honum, svo kona hans sem aðrir hans skuldunautar. Tölu skal hafa til þess nema maður ætti veð í einshverjum grip, þá á hann þann fyrst að hafa. Heldur skal kona þarfnast tilgjöf sína en þeir menn sem fyrr áttu fé að honum en hann fékk hennar. Því að enginn skal sér konu kaupa með annars fé. Nú skal hon hafa heimanfylgju sína en ómagi sitt fé. Nú er eigi fé svo mikið, þá missi svo hvort tveggja sem tala rennur til eftir fjármagni. Engi á skuld að gjalda eftir þann sem hann tekur ekki fé eftir, hvorki sonur né annar maður. Nú eigu hjú félag saman og deyr annað tveggja þeirra, þá skal að helmingi hvort þeirra skuldum gegna. Svo skal og ómögum þeim skipta er þau hafa meður arftaki eða með fúlgu tekið á féið. En ef þeir ómagar hafa komið á féið sem hann var arftaki eftir ef þeir ætti fé eftir, þá skulu þeir arfi fylgja æ meðan sá arfur vinnst. Síðan hverfi þeir til þess sem þá á fyrir laga sakir fram að færa.
20. Hér segir hver varðveita skal ómaga og fé þeirra
Ef sá maður andast er hann á börn í ómegð, þá skal sá veita vörð börnum og fé sem arfi er næstur, hvort sem heldur verður fjárhaldsmaður, karlmaður eður kona. Hann skal láta virða fé það allt sex skynsama menn og hafa vitni til við hverju hann tekur. Hann skal þar öngu af lóga áður virt er, nema hinn dauði hafi bú átt og þurfi í búið að kaupa annaðhvort hey eður mat. Það skal hvort tveggja kaupa ef þarf. Fjárvarðveislumaður er eigi skyldur að taka við ábyrgð á búnaði fyrr en að næstum fardögum eftir er hinn er andaður. Fjárhaldsmaður skal eigi færa fé ómaga úr fjórðungi, nema hann fái fullan vörslumann þann er þar eigi jarðir og lausagóss að þar sé fé goldið sem hann tók, þá er ómagi er réttnæmur, utan fé sé í fleirum fjórðungum, þá má fjárhaldsmaður þagað færa að ósekju sem mest er fé eður þangað sem jarðir eru. Nú ef síðan ber arf eður réttarfar undir hinn unga mann eða kemur hvalur á reka hans, þá skal það virða og innstæða því meiri. En ef hann sest í óvirðan ómagaeyri, þá skal hinn ungi maður hafa fé sitt svo mikið sem hann fær vitni til og allan ávöxt á fé sínu. Nú hefir hann eigi vitni til, leggi hinn fram slíkt fé sem hann vill og sver að fullan eið að þá hefir hinn ungi maður allt slíkt er hann á og tveir skilríkir menn meður honum.
21. Hér segir hversu mikið fé skal standa fyrir ómaga
Nú virðist þar fé svo, að það er innstæðueyrir full fimm hundruð fyrir ómaga hvern í jörðu eða því fé er hann má vöxtu eður nytsemd af hafa, vel er ef meira er, þá skal hann það fé taka. Skal það fé hvorki vaxa né þverra. Gjaldi slíkt fé sem hann tók, nema ómagi eigi svo miklar jarðir eður lausagóss að frændum hans virðist hann harðliga haldinn af þeim forlagseyri sem fyrr skilur, þá skal ætla honum klæðaverð og vel að halda hann, og þeim fyrir starf sitt er fjárhald hans hefir svo að hann sé vel haldinn af. Og á þá ómagi allan ávöxt fjár síns á öðru. En frændur hans hyggi að á hverjum tólf mánuðum hversu með fé er farið og fái öðrum ef sá dugir eigi til með fullum vörslum er áður heldur, og að sá leggi fullar vörslur í móti er við tekur. En sá á fullar vörslur er jafnmikið fé á skuldlaust sem ómaginn á, sá er fjárhald þarf. Erfingja er rétt að halda ómagaeyri ef hann vill, þó að hann eigi minna fé en ómaginn á, ef skynsömum mönnum virðist hann óhættur skuldunautur. Nú eru ómagar aðrir á fénu, þá skulu þeir neyta ávaxtanna nema þeir verði minni, þá skal minnkast innstæðan. En ef faðir eður móðir, bræður eða systur, koma á fé hins unga manns, og ef hann er arftökumaður þeirra ef þau ætti fé eftir, þá skal ætla honum forlagseyri þar til sem hann er sextán vetra gamall. En þau hafi sem þau þurfa sér til atvinnu það sem auk er. En eigi er fjárhaldsmaður skyldur að taka fleiri ómaga en nú eru taldir á fé hins unga manns, meðan hann á fjárhald hans.
22. Hér segir hversu minnkast skal eyðslueyrir að lögum
Nú ef eigi vinnst innstæðueyrir til fimm hundraða, þá skal ómagi neyta tíu aura á tólf mánuðum hverjum þar til er hann er sextán vetra gamall, þá er hann matlaunamaður. Síðan skal það minnka innstæðu sem við leigu þarf að leggja til þeirra tíu aura er fyrir ómaga skal leggjast á hverjum tólf mánuðum. Nú þó að ómagi eigi ekki annað fé en jörð þá er tíu aurar takast af í landsskyld, þá skal þó ekki minnkast innstæða. En sú virðing skal standa um jarðarleigu sem hið fyrsta ár var virð, hvort sem leiga vex eður þverr. Fjárhaldsmaður skal eigi selja öðrum fé að halda. En ef hann selur öðrum manni fjárhald ómagans í hendur, þá á hinn ungi maður heimtu fjár síns að hvorum er hann vill, fjárhaldsmanni sínum eða hinum er af honum tók. En ef maður lætur ómagaeyri lausan nema dæmdur sé úr hendi honum lögliga, þá skal hann setja sitt fé í veð fyrir. Nú ef bóndi er dauður en kona hans lifir eftir, og er eigi fé meira en hon á að hafa, þá skal hon veita vörð börnum sínum félausum. En ef hon á önnur börn, þá hverfi þau til föðurfrænda sinna eftir lögum.
23. Hér segir hversu um arf skal fara ef erfingi er eigi nær
Hvervetna þar sem maður andast og er erfingi eigi nær að kalla til arfs, þá skal sá arfur standa virður í þess heimili sem arfur er að þá er maður er dáinn, með fullum vörslum og ávöxtum þar til sem réttur erfingi kemur til eður sá er meður lögum á þess arfs viðtökumaður að vera. Nú andast útlenskur maður hér af Noregs konungs ríki, þá skal þann arf taka hér til brottflutningar eftir hann hinn skyldasti frændi hans þeirra sem þá eru hér. En ef óskyldri maður tekur en þrímenningur, þá skal hann fullar vörslur í móti fá að sá arfur skal að skilum fara. Nú er engi frændi til, þá skal taka félagi hans arf, sá sem löglig vitni hefir til þess að þeir áttu félag saman er hann dó. Nú er sá eigi til, þá skal taka stýrimaður. Eru þeir fleiri en einn, þá skipti þeir að jafnaði sín í millum. Skal allt það fé virða sem eigi taka erfingjar við, hvort sem það er arfur eður vígsbætur eða annað fé, og flytja svo í hendur eiganda og ábyrgist að öngu, en varðveiti sem sitt fé. Síðan skal erfingi ömbuna honum fyrir starf sitt svo að hann sé vel haldinn af. Nú eru þeir öngir til sem áður eru taldir, þá skal bóndi sá sem hann þá vist með taka það fé virt og ábyrgjast og hafa vöxtu af þar til sem erfingi kemur eftir eður hans lögligur umboðsmaður. Svo skal og fara um arf danskra manna og svænskra ef þeir andast hér. En af öðrum tungum en danskri skal enginn maður að frændsemi arf taka hér nema faðir, sonur eður bróðir, nema þeir hafi löglig vitni til. En ef engi kemur til innan fimm vetra, þá taki konungur þann arf allan að réttu.
24. Hér segir hversu fara skal umboð að lögum og hverir fé skulu taka til útferðar íslenskra manna
Ef vor landi vill fara af landi í brott, þá skal hann fá umboðsmann til allra mála sinna, svara og sækja, og svo að varðveita fé sínu því sem hann á hér á landi eftir. Skal það umboð haldast þrjá vetur en eigi lengur. Og þó að þeir hafi lengri máldaga á gjörva, þá sé sjálftekið umboð af og taki þá erfingi við. Endurnýja má umboð að liðnum þrimur vetrum, hvort sem hann er utan lands eða innan. Nú andast hann fyrri úr, þá eigu arfar hans við að taka er þeir sannfrétta andlát hans. En ef umboðsmaður tortryggir fráfall þess er af landi fór, þá hafi arfi eins vitni til þess er sverja vill að hann hyggur það satt vera. Nú ef vor landi andast utan lands, þá skal sá maður taka það fé er þar er sem skyldastur er þeirra manna er útferð eigu. Nú er engi frændi til, þá skal taka mötunautur hans til úthafnar sá er út ætlar. En ef enginn er sá til, þá taki sá maður er af þeim fjórðungi er með fullum vörslum, að sá arfur skal að skilum fara. Hann skal öngva mútu til þess gefa og öngu af því fé lóga, nema því sem þarf til útferðar eftir þvílíkan mann, eftir siðvanda, nema hann hafi sjálfur annað ráð fyrir gjört. Hann skal láta virða fé það sex skynsama menn, þrjá íslenska og þrjá húsfasta, nema eigi sé íslenskir menn til, þá virði húsfastir menn einir. Hann skal láta þar fé virða sem mest er saman og færa eigi úr þeim garði áður fé er virt. Meður sama hætti skal hann láta virða það fé sem annars staðar er, skal allt virða til gangssilfurs slíks sem þá fellur af konungs steðja. Hann skal verja því fé sem óvart var áður til þeirra hluta sem hingað er vart, og geyma sem síns fjár og ábyrgjast að öngu, og hafi fyrir starf sitt þá er hann kemur út svo að hann sé vel haldinn af eftir sex manna virðingu. En ef engi er sá til sem áður er taldur, þá skal garðsbóndi hans taka það fé virt og ábyrgjast sem sitt fé og hafa gagn af þar til sem erfingi kemur eftir eður hans lögligur umboðsmaður, og gjaldi honum þá slíkt fé sem hann tók. Ef hvorgi kemur til, lögligur umboðsmaður né erfingi hins dauða, innan tíu vetra, þá eignast konungur þann arf allan. Nú andast maður á Saxlandi eður sunnar á Englandi eða í eyjum vestur eða í Dyflinni, þá er maður eigi skyldur að láta virða það fé fyrr en í Noregi. Nú er þar nánari maður fyrir, þá skal sá taka við fénu og flytja til erfingja. En hinn skal hafa afla þann sem á er vorðinn, hvar sem hann tók féið.
25. Hér segir hversu arf skal sækja að lögum
Arf skal sækja í þeim fjórðungi sem arfur er dáinn. En ef maður leiðir votta í öðrum fjórðungi en arfur er dáinn, þá hefir hann þeim fyrirskotið. Nú situr maður í arfi og leggur dóm fyrir, en annar kallast til kominn að lögum, þá skal sá stefna hinum heimstefnu rétta og krefja hann arfs og úrfarar er í situr. Nú vill hann eigi úr arfi fara, þá skal hann stefna honum þing fyrir rán og ísetu. Og ef þá fullnast honum vitni og gögn öll til síns máls og kemur ekki andvitni í móti, þá eiga þingmenn honum arf að dæma, en hinn skal gjalda konungi sex aura fyrir það er hann lagði dóm fyrir arf þann er hann átti ekki í. Nú vill hann eigi úr arfi fara, þá skal hinn æsta sér þingmenn liðs svo að hann sé fullliða að færa hann úr arfi sínum. Sekur er hver eyri við konung er honum synjar tilfarar. Nú koma þeir þar og ver hann þann arf oddi og eggju, þá er hann sekur tíu mörkum við konung. En hinn hver sekur sex aurum við konung er forstoð veitir með honum. Nú berjast þeir, þá er hver útlægur sá er fyrir stendur arfi dæmdum en hinir allir friðhelgir er til sækja.
26. Hversu menn eigu arfi að skipta
Hvervetna þar sem maður kallar eigi til arfs fyrir fáfræðis sakir og er þó til kominn, þá hafi hann sóttan arf sinn innan tíu vetra þeirra sem hann er innan lands og úr ómegð, ef hann hefir vit til og vitni, nema skyld nauðsyn banni. Nú eiga menn arfi að skipta, þá er vel ef þeir koma allir til er hlut eigu í að skipta þeim arfi. Nú koma sumir, en sumir vilja eigi fara, þá skal gjöra þeim stefnu til að skipta, og þó að þeir komi þá eigi til þá skal skipta fyrir vottum og hluti á leggja, þá skal hann þann hlut hafa er þá hlýtur hann. Nú kallar hann misskipt eður segir að hinn hafi leynt fé, þá skal hann synja með lýritareiði.
27. Hér segir hversu maður skal ryðja sig til arfs
Nú leikur á tveim tungum hvort maður er arfgengur eður eigi, þá skal hann stefna þeim þing er honum stendur fyrir arfi, þá skal hann njóta votta sinna að hann stefndi honum þangað. Það skulu og svo vottar hans bera: Vær vorum þar í hjá er móðir hans var fest lögliga í þeim stað, og nefni staðinn, þá eiga þingmenn honum arf að dæma. Hvervetna þar sem maður vill sig til arfs færa, leiði votta sína og stefni þeim öðrum til er þeim arfi eru næstir. En ef hann stefnir þeim eigi til, þá er vottum hans fyrirskotið. Þar skal um arf dæma sem arfur er dáinn eða jarðir eru eður bú hins dauða. Ef annað hvort hjúna kann frá að falla þeirra sem tíu vetur eður lengur hafa saman verið, og hafa þau jafnan haldið sig fyrir löglig hjón þó að hjúskapur þeirra hafi eigi skilríkliga verið lýstur eður ámálgaður, og eigi heldur byggðarfleygt verið meðan þau lifðu bæði að hon væri hans frilla eður hórkona, þá skal barn eður börn eftirverandi í arf setjast og haldast fyrir skilgetin, þó að eigi lifi festarvottar. Engi maður skal fé skipta eður arfi eftir annan fyrr en þess er leyfi til er áður á, nema menn sjái að með spellum fer. En ef maður hefir vit til og er hann hestfær og ölfær, og má hann ráða búi sínu og kaupum, þá skal hann sjálfur fé sínu ráða og má því engi maður skipta. En þótt nökkur skipti þá skal það eigi haldast.
28. Hér segir hverjar gjafir haldast mega að lögum
Nú skal þær gjafir telja er haldast mega. Þær gjafir skulu haldast sem konungur gefur oss eður vær gefum honum. Gefa má maður og vingjafir að sér lifanda, hesta eða yxn, vopn eður þvílíka gripi, svo og klæði, og afsifjar hann sér þó svo að sex skynsömum mönnum virðist eigi arfsvik gjör við erfingja. Og ef svo er gefið, þá má þá gjöf engi maður rjúfa. En ef hinn heitir launum fyrir, þá má það heimta. Hver maður má gefa fjórðungsgjöf af fé því öllu sem honum hefir aflast svo að meira er en hann hefir að erfðum tekið, bæði í landi og í lausum eyri, hvort sem hann vill börnum sínum skilgetnum eður öðrum mönnum, einu ef það vill hann. En tíundargjöf af svo miklu fé sem hann hefir að erfðum tekið, bæði í landi og lausum eyri, þó að spyri ekki erfingja að, hvort sem hann er heill eður sjúkur, ef hann mælir af viti. En af fjórðungsgjöf eða tíundargjöf skal það fyrst lúka er maður gefur guði fyrir sál sinni, hverjum manni sem hann gefur löggjöf sína fyrr.