Landnámabók/13. kafli
Útlit
Svartkell hét maður katneskur; hann nam land fyrir innan Mýdalsá milli (og) Eilífsdalsár og bjó að Kiðjafelli fyrst en síðan á Eyri.
Hans son var Þorkell faðir Glúms, er svo baðst fyrir að krossi: „Gott ey gömlum mönnum, gott ey ærum mönnum.“ Hann var faðir Þórarins, föður Glúms.
Valþjófur, son Örlygs hins gamla frá Esjubergi, nam Kjós alla og bjó að Meðalfelli; frá honum eru Valþjóflingar komnir. Signý var dóttir hans, móðir Gnúps, föður Birnings, föður Gnúps, föður Eiríks Grænlendingabiskups.