Landnámabók/15. kafli

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Landnámabók: I. hluti höfundur óþekktur

Bræður tveir námu Akranes allt á milli Kalmansár og Aurriðaár; hét annar Þormóður; hann átti land fyrir sunnan Reyni og bjó að Hólmi. Hann var faðir Bersa og Þorlaugar, móður Tungu-Odds.

Ketill átti Akranes fyrir vestan og fyrir norðan Akrafell til Aurriðaár. Hans son var Jörundur hinn kristni, er bjó í Görðum; þar hét þá Jörundarholt. Jörundur var faðir Klepps, föður Einars, föður Narfa og Hávars, föður Þorgeirs.