Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Þrettánda Ríma

Úr Wikiheimild

Þrettánda Ríma.


Þegar hrídir harma géra, hugan nída, þykja tídir þúngar vera þeim, er lída.

2. A nær bjátar eymdin smáda, og eitthvad hallast, sumir láta hugann hrjáda og hendur fallast.

3. Kløgun valda, og þyckju-þráan þvínga muna, og margfalda eina smáa óluckuna.

4. Hinir létta hørdu lyndi, og hreysti neyta, forsmá þetta, og ad yndi ødru leita.

5. Slíkir finna vilja valla vanda øllum, sigra og vinna ánaud alla, er vér køllum.

6. Atvik fá þó ockar lyndi ýfist móti, nóg er þá af ødru yndi í ýmsu hóti.

7. Bresti geingi eda aud hjá íllum grønnum, finnum leingi bót og braud med betri mønnum.

8. Ef ad vara atlot qvenna ei sem skyldi, hún má fara; finnast hennar fleiri gildi.

9. Um forløg skrafa ei hlítir hørd, né huga snúa, bædi á hafi, himni og jørdu heillir búa.

10. Vitur, snotur er sá einn og aldrei mædinn, sem þeckir, notar, hjarta hreinn, í heimi gædin.

11. Eg hefi lítid lund ad styrkja lucku - þunni; þad er skrítid, eg er ad yrkja í einsetunni.

12. Hér vid eiri eins og þætti eckért skérda; ó, ad fleirum ad því mætti yndi verda.

13. Skyggi nockur ømun á hins Edla gledi, Siggi locki leida þrá úr ljúfu gedi.



14. Númi stardi hrærdur hljótt á hrundu únga; hjartad bardist brátt og ótt í brjósti þúnga.

15. Eingin girnd nú sálu færdi sorgar fría, sem í fyrnd þá hjartad hrærdi Hersilía.

16. Unun fann í hjarta hann, sem hrindir banni, vakti svanninn virdíng sanna vøskum manni.

17. Fer ad leita frétta hann, sem fýsir heyra; spyr ad heiti svinnan svanna, og svo um fleira.

18. Svars hún hastar: „Anaís mig øld kalladi; Sóróaster sóma-vís, minn sá er fadir.

19. „Hann hefur kénnda himinfrædi heimsins búum, hans, er sendir sálum gædi, svo vér trúum;

20. „Hans, er gætir alls, sem er á unn’ og veldi, hvørs bílæti sálin sjer í sólu og eldi.

21. „Fødur mínum fróda vildu fáir trúa; hann úr pínum hvørgi mildu hlaut ad flúa.

22. „Hér høfum búid átján ár í eydidølum; loksins þú oss léttir fár, og leystir qvølum

23. „Þú komst híngad, þakinn snildum, þá til máta, mig ræníngjar ragir vildu rænta láta.

24. „Medur tárum manni svinna eg mætti gegna: þú ber sár og þjáníng minna þarfa vegna.“

25. Númi tjádi greipar grjóta Gérdi vidur: „eg mun brádum heilsu hljóta í høndum ydur.“

26. Eptir mánud hálfann hann med hollar bætur, krýndur láni, klædast vann, og kom á fætur.

27. Fleygir branda fødur vidur fer ad ræda; sér til handa blídrar bidur Brúar klæda.

28. Talar aldinn: ef ei skildi á um trúna, á þitt vald, minn vinur mildi, eg veitti frúna.

29. Gudir þínir veit eg villa vífid bjarta, og frædum mínum føgrum spilla í frjálsu hjarta.

30. Gegnir svinnur Númi nú: þó náum giptast, hvørt skal sinni halda trú, en hvørgi sviptast.

31. Ødru tali aptur þá hinn aldni veldur: Kóngs í sali koma má ei kæran heldur.

32. Þú munt brádum, því skal spá, med þrekid stinna, krýndur dádum konúngs háa krónu vinna.

33. Númi þannig: hót þitt hjal mig hindrar eigi; forrád manna eg fordast skal, þó fánga meigi.

34. Aptur gætti orda þannin aftur veiga; med þeim hætti má þig svanninn madur eiga.

35. Adur enn þýdist mundu meyar, meina skérdur, sóknar hrídir Sikileyar sækja verdur;

36. Medan strídid magnar trylt á Mistar flóa, þín skal eg bida, þar sem vilt, med Þrúdi glóa.

37. Númi kætist, fadmar fljód og fødur blída, sídan mætur svørin gód nam sona þýda:

38. Medan stríd eg þreyti þad, vid þokum hédan; kæran bídi í Kúres-stadnum kyr á medan.

39. Kallinn búast burtu nú sem brádast lætur; sídan snúa þadan þrjú og þreyta fætur.

40. Kúres finnur kempan stinna í kransi hinna; létt er svinnum lid ad vinna landa sinna.

41. Leyna frú í litlum stad, þeir listir stunda, hreinan búa her med nad til Hristar funda.

42. Sex þúsundum sørva lundur safnar manna; brann í mundum bláa tundur Blindar ranna.

43. Herinn gildi hrífur skildi og hetti járna; munu í Hildi hvørgi tryldir hugir sárna.

44. Númi qvedur kærast fljód, þau kyssast leingi; sída vedur vega slód med vaska dreingi.

45. Klárar strjúka foldar fidur fótahvatir; gøtur rjúka, glumdi vidnr grjót og flatir.

46. Þar sem skeida, fnasa og freyda fákar voga, kletta meida, en brautin breida brann í loga.

47. Fákur kremur fold og lemur fótum breidum; þar vid nemur, Númi kemur nidur ad skeidum.

48. Leó þar vid løginn var med lánga kneri; frama-snar hann fagnar skara fjardar Gréri.

49. Leó bidur hal ad hrada heldur reisu: nú skal ida allt á stad í eirdar leysu.

50. Dvelur leingur um þad eigi ýta grúinn; herinn geingur fram á fleyin fagurbuin.

51. Ferjur stikla á fljótid mikla, og ferdir jóku; bárur sprikla, og brýr í hnykla bretta tóku.

52. Rauk, sem tundur, áls vid undur ægis froda; fljóta hundur hýddi sundur hryggi boda.

53. Øldur hráar granir gráar grettu ad støfnum; rumdi hávar risinn sjáar rómi jøfnum.

54. Od á skeidi øldu meidir undan bodum; þrumdi reidi, lífandi leidi lék í vodum.

55. Skorin þá í Skafla lá, vid skutinn orgar; vindum þráu vodin háa valla torgar.

56. Storma leingi svala svelgir svánga vodin, qverkar þreyngir og bumbinn belgir, bylja trodinn.

57. Svo skínandi Sikiley úr sæfi lídur; ber ad landi føgur fley, þar ferdin bídur.

58. Binda sveinar seglid hvíta, saddir ønnum; akkers fleinar botnin bíta beittum tønnum.

59. Leó fer á litlum knør ad leyni-klettum; nú vill géra njósnar før, og ná sér fréttum.

60. Snúid sinni hefur húd med hettu sída; smala finnur ferda lúdi fleygir skída.

61. Smala skaudi skelk hinn stóri skrøggur vekur; undan blaudur æda fór, og orga tekur.

62. Nær med hreysti hetjan kenda halnum trega, hótar kreista og helju senda hraparlega.

63. Nema segi um sidi landa søgu rétta; hinn qvadst fegin vafinn vanda vilja þetta:

64. Kastor heitir kóngur vor, hinn krapta stóri; hjør ad beita hefur þor á hraustum jóri.

65. Hann er ríkur, hann á land og hvad sem tídir, hann er líkur hálfum fjanda, helst ef strídir.

66. Allt hans lid er útbúid med Øri og boga, íllþýdid ad eiga vid, sér aungvir voga.

67. Festar meyu fylkir á, þó fatist kæti; hún í reigin hømrum má nú halda sæti.

68. Fjøgur hundrud hamrammastir hrotta draugar, vakta mundu varnar fastir vefja bauga.

69. Vill ei þýdast Skjaldmey skær þann skjøldúng strída; því skal bída þrálynd mærin þægri tída.

70. Fleygdi í brædi frægdar mann, þeim freyddi svørum; sídan ædir ofan hann ad eigin knørum.