Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Tólfta Ríma

Úr Wikiheimild

Tólfta Ríma.


Kom þú, Braga brúdin gód, í blóma himinklæda! heilla dagar hressi þjód! harpan glymur qvæda.

2. Minna streingja hljómur hreinn, hugar þreynging reyri; qved eg leingi, qved eg einn, qvedur einginn fleiri.

3. Skinnaklæda hrundir hér (hverfur gæda efni) hljóda og æda undan mér, ef eg qvædin nefni.

4. Heima fordum Fróni á, fridar gódu stundu, bragar ordum betur hjá, blessud fljódin undu.

5. Hugar leyna máir mátt? Menju steina glóa, man eg eina og þrái þrátt; þau ei meinin gróa.

6. Þér eg gleymi aldrei, ó, eyar bráar dýna! því tveggja heima heill og ró, hjá þér sá eg mína.

7. Þína ást eg aldrei þó, med ordum gjørdi fala; í huga sástu hvad mér bjó, hvurugt þurfti ad tala.

8. Þig til handa þá eg sá, þegni ødrum gánga; flúdi eg landid frá þér þá, flúdi eg gøtu lánga.

9. Flúdi eg nordur hálfu heims, og heiminn svo ad kalla; mér þú, skordin glampa geims, gøtu fylgir alla.

10. Beitstu ad nú í vetur hér, vildir bætur kénna: dilladir þú í draumi mér, drósin nætur þrennar.

11. Eg þegjandi heingdi haus, hræddist trúa øndin: hvurt mun andinn ljúfi laus, líkams nú vid bøndin?

12. Og svo hingad hvarfla sér, hægt til drauma bóta, yfir, kring og innra í mér, á loptstraumum fljóta.

13. Eda mundir, linda Lín, lífs á gøtu þinní, þeinkja stundum mjúkt til mín, manns í útlegdinni.

14. Þegar þú heyrir, heillin mín, hanann brúna gala, ljádu eyru þessu þín! um þig eg núna tala.


15. Dagsins runnu djasnin gód, dýr um hallir vinda; morgunsunnu blessad blód, blæddi um fjalla tinda.

16. Ljósid fædist, dimman dvín, dafnar nædid fróma, loptid glædist, láin skín, landid klædist blóma.

17. Dýrinn vída vakna fá, varpa hýdi nætur, grænar hlídar glóir á, grøsin skrída á fætur.

18. Hreidrum gánga fuglar frá, fløgta um dránga bjarga, sólar vánga sýngja hjá, sálma lánga og marga.

19. A allar lundir laga klid, lopts í bláu rúmi; létta blundi lætin vid, Leó þá og Númi.

20. Blundur nætur nægir sá, njóta mætu vinir; skunda fætur frægir á, fljóta glætu hlynir.

21. Leó hradur hefur þá, hjólum snúid svara: „heilla madur, hermdu frá, hvørt á nú ad fara.“

22. Númi elur andsvør þá: „ílls er vøl ad kalla; eg vil felast, ef ad má, innst í dølum fjalla.

23. „Birni hér og ljóna lid, lands um slódir hardar, betra er ad búa vid, en blindar þjódir jardar.

24. „Slíkir fæla fridinn há, og flesta sælu nída; leitum þræla lidi frá.“ Leó mælir sídann:

25. „Hjá þér þreya, vænst er vist, vodins treyu nídir! en Sikiley mig finna fyrst, og frelsa meyu tídir.“

26. Númi svara frægum fer, Fundi linna hlída: „eg skal fara þá med þér, í þetta sinn og strída.

27. „Viljir hrada þú um þad, þóptu nadi ad búa, kalla eg gladur kífi ad, Kúres-stadar búa.

28. „Fødur mínum þessi þjód, þénti geir ófeiga; þegar gína hjørva hljód, hylla þeir oss meiga.

29. „Þó ad gædin fridar fá, fast minn þrái hugur, ei mig hrædir hlífa þrá, hlíta náir dugur.“

30. Leó kjærum þackar þá, þvita meidir hnúa, vill svo færa leid ad lá, lángar skeidir búa.

31. Skilja dýrir børvar brátt, blóma lýra valla; neitt ei rýrir nægan mátt, Númi snýr til fjalla.

32. Leó fer, þar vinsæll var, veg med strandar hrønnum, hundrad kneri þiggur þar, þegn ad vandamønnum.

33. Bússur núna búa vann; breidast húna vodir, kadla snúna herdir hann, hreifa brúnum gnodir.

34. Númi frómur fjalla sal, frá eg tóman héldi, lítur blóma búinn dal, beitir skjóma ad qveldi.

35. Grundin vidur blasir blíd, bestum þegni valin; áin nidar ofan hlíd, allt í gégnum dalinn.

36. Væn i rødum varin há, vinda glød af rænum, leika blødin blómstra smá; blikar í trødum grænum.

37. Hetjan gérir hvata sér, helst um vídar grundir, og nú sjer hvar flockur fer, fótum hlídar undir.

38. Sex á undan (sjer þad hann) svartir skunda dreingir, draga bundinn med sér mann, meina stund er þreyngir.

39. Fjórir sveinar eptir á, akur-reinir skunda, bera eina góda Gná, gyltu steina munda.

40. Hljóda bædi, er bøndinn þjá; baga stundir vara; Númi rædur þángad þá, þeir hvar undan fara.

41. Sigur-skjóma bláum brá, birtu Þundur lóna; vigur hljóma þráir þá, þrælar undir tóna.

42. Númi fyrsta feldi mann, og fleini gegnum keyrdi; annan risti endlángan, æda regnid dreyrdi.

43. Hinir fjórir þángad þá, þróttar stórir fara; hringa þórum átta á, einn ósljór ad svara.

44. Hring um knáa hetju slá, Hroptar gráu skjóma; loga þá vid loptid blá, ljósin háu Oma.

45. Kémpan hrelda høggin gaf, hart, sem elding flýgi; hausinn skéldi einum af, er hann feldur vígi.

46. Ødrum bítur fótinn frá, frægdar-nýtum geiri; hrínginn brýtur hraustur þá, helst þó lítid eiri.

47. Blódid freydir þræla þá; þjódir neydir bagi; sódar meidast eggjum á, í Odins reidarslagi.

48. Flakir hráa holdid þá; hirdir nái størin; klædum gráu Grana á, grenjadi blái hjørinn.

49. Nidur hrundid frægur fær, fólsku hundum øllum; svidris sprundid nøtra nær, náhljód drundi í fjøllum.

50. Seggur módi sárin bar, og serkinn Odins rifinn; einn hann stód á ekru þar, allur blódi drifinn.

51. Leysti fánga báda brátt, batnar skedur tregi; þeim ad gánga hetjan mátt, hefur med þeim eigi.

52. Leidir glada hønd á hal, Heidin vadal-roda, há-aldradur hina skal, hennar fadir stoda.

53. Benjar kynja mæda mann, af mækirs nauda bladi; blódid dynja volga vann, vegin raudlitadi.

54. Medur beim, er meinin þjá, (myrkt um geim þá verdur), komizt heim í kofa fá, kall og seima Gerdur.

55. Sætan rjóda sárin þvær, sólar reynirs flóda; stødvad blód og fárid fær, fingra steina tróda.

56. Meidma reidir bjørkin bed, med búníng vøndum manni, klædum breidir mætan med, mjúkum høndum svanni.

57. Aldinn madur, fram nú fer, fús á góda sidi: berhøfdadur bar inn kér; brann þar glód á vidi.

58. Lestur frómur ýfir ól, og elda glædir slíka; brunna ljóma sýngur sól, sérleg qvædi líka.

59. Númi heyrir hvad framber, hrund i brýnum rædum, gullhlads Eir þá gøfga fer, gudi sína í qvædum:

60. Alskaparann um hún qvad, (Orómuz hann kallar), einn sem varir, uns úr stad, allir heimar falla.

61. Þann, sem alla elskar menn, og þá skapta hefur, lífs gjørvallri likíng enn, lán og krapta géfur.

62. Arimantes um hún qvad, er atvik gód nam fæla; þessum ant er eitt um þad, ills til þjód ad tæla.

63. Mærin saung á marga lund, mælsku grundad letur; Númi aungva adra stund, una mundi betur.

64. Eptir vænan saungva sid, er sansa gerir hvetja, eldinn bænast bædi vid, og burtu kerid setja.

65. Kallinn spakur nær ad ná, nádum, lúinn meina; Núma vakir hæversk hjá, handar Brúin steina.

66. Bodid nóg var þýdum þá, Þundi ljósa hvera: aldrei flóa funa sá, fegri rósu vera.

67. Mestan fljódid blóma bar, á brúna stiltum sólum; finnid góda og sálin þar, sátu á gyltum stólum.

68. Kinna freku blómstur bar, brúdur nýt ei midur: raudu léku liljurnar, liti hvíta vidur.

69. Falda Hlíd ad flestum má, frídleik gjøra mikla; hjartans blídu brosin á, blómstur-vørum sprikla.

70. Svona er rósin sumar tíd, sólar þvegin glódum; yndis ljósin blessud, blíd, af blómstrum fleygir rjódum;

71. Blóma-staungum blødin á, blika um landa haga; þeirra vaungum vindar hjá, voga ei anda draga;

72. Jurtin fróma fyllir trød, flesta yndi þarna, sýgur ljómann sólar glød, og sætan lindar kjarna.

73. Þó er spaka mærin mjúk, málud ei, sem hlýdir; augun vaka ástar-sjúk, yfir Freyu prýdi.

74. Númi beitir augum á, Ekru mundar fjalla; O, eg veit ad henni hjá, heppnast blundur valla.