Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Ellefta Ríma

Úr Wikiheimild

Ellefta Ríma


Margur stríd fyrir brúdi ber, bidlana þær géta ert; sumir hýdast hryggbrotner, heimsins milli enda þvert.

2. Vid skulum eigi gráta grand, úr greipum þó ad slepppi mey; adrir seigja ekta stand, einnig stundum vera grey.

3. Sumir hafa búid best, bónords sætu døgum á; þá er af og á um flest, allt hid sama bádum hjá.

4. Vid þá glíngrar sætu sveinn, (svona gengur fyrst í brád) hennar fíngurendi einn, er þá stædsta teikn um nád.

5. En ef nærist ástin þar, og hún kæran lætur mann, uppá færist fíngurnar, fadmar mærin sídast hann.

6. Lucku standid leingi og vel, í lífi og dauda vara á, eins og fjandan hreint í hel, hugsi menn ad lifa þá.

7. Núna þjón hvørt annars er, yrkja og halda saungva smá, á qvøldin tóna temja sér, svo Túnglid kalda vikna má.

8. Nóg er prýdi um svædi og sjó, sérhvør þúfan liljur ber, ísa þýdir og allann snjó, ástin ljúfa hvar sem fer.

9. Aungvar særa þarfir þá, þetta væna hjóna val, vatni næra einu á, og ást í grænum haga skal.

10. Þegar herda hjónabønd, helgir sálar smalar á, stundum skérdast vilja vønd, vina málin beggja þá.

11. Þá má fá sér hús og hey, hnybbast á vid børnin smá, vatnid bláa og ástin ei, ad øllu tjáir ad notist þá.

12. Því ei skiptu skapi um mey, skada lakan fordast sess! Hvørt þú giptist eda ei, idrun taka kanntú þess.


13. Rétt einmana Númi nú, nockud mætur hvatar før, yfir Grana gamla frú, gánga lætur sødul-knør.

14. Leingi fer svo fram um reit, fordast neydir hetjan traust, aungva sér hann veigi veit, vøllinn skeidar þánkalaust.

15. Hugan færir þyckja þrá, þegninn kæri ljóns um ver, vidar nærist eggjum á, adra fær ei kosti sér.

16. Þad var qvøldi einu á, ad hann lítinn hellir fann, lagdist heldur þreyttur þá, þar og nýta hælid vann.

17. Eitthvad hrærist inni, því, øtull finnur sofnadann, ljóna gæru liggja í, Leó sinn og vekur hann.

18. Hinn sem blundi hrindir þar, hitta besta vininn fær; nú vard fundur fagnadar, fadmar géstinn Leó kær.

19. Frétta bádir bidja sér, og bjarga dýnu hvílast á, Númi tjádi, eins og er, allt af sínum ferdum þá.

20. Øllu strídi og flótta frá, fleina beitir segja réd, Leó hlýdir leingi á, en lesarinn veit hvad hér er skéd.

21. Númi bidur segi sér, sína líka æfi hinn; þad skal ydur þulid hér, þar ad víkur frá-søgnin.

22. „I Marsa landi eg alinn er, út í dølum skógar, hvar, adhlynnandi módir mér, mikid føl af elli var.

23. Ockar vóru fátæk faung, fødur minn eg aldrei sá; kofi mjór oss þénti í þrauug, þétt sem inni í dølum lá.

24. Sauda rýra høfdum hjørd, hirda þá eg laungum má, fram um mýrar, fjøll og jørd, fódur ljá og sitja hjá.

25. Þrótt eg gódan þóktist fá, þannig fram um tíma géck; utan módur mína þá, mann eg aungvan litid féck.

26. Mín var idja um þá bid, opt ad laumast saudum frá, bjørgum rydja, brjóta vid, og bláum straumi synda á.

27. Ljón og birni’ eg bardi þrátt, bana feingu þeir af mér; úngur firna mikinn mátt, med því geingi féck eg hér.

28. Þad var degi einum á, elfu bøckum nærri þar; eg Skjaldmey í sødli sá, sem ókløckur fákur bar.

29. Vaxtar fríd, í bragdi bjørt, bjarga kannar hála leid,, eisu vídis Eya hjørt, elta vann og mikinn reid.

30. Misti fóta fákur þá, ferill naumur honum var; mær í fljótid falla má, firna straumur hana bar.

31. Eg án bidar, sem þad sá, í svala idu fleygdi mér, fíngra skridu Fold ad ná, fram sem rydur vatna hver.

32. Loksins mey eg nam ad ná, Níl þó fleygi straumi blá, loga Freyu flóa þá, féck eg dregid landid á.

33. Øll tilfinníng flúin var, í føllum stinnu vatna þar; eg til minnar módur bar, Menju svinna gullreimar.

34. Henni képtumst hjúkra vid; heilsu tepta bauga Gná, daginn eptir fjør og frid, féck, og slepti rúmi þá.

35. Blítt eg horfdi augum ad, orma dýnu frídri Nó, enn ecki þordi ad þenkja, hvad, þá í mínum huga bjó.

36. Þackar silgju Sólin mér; sídan módur qvedja vann, beiddi fylgja á brautu sér, blessud góda stúlkan mann.

37. Háum kletti einum á (eg þad rétt í huga ber) nidur settist sætan þá, og soddan fréttir þuldi mér:

38. „Leingi eg minnast mun á þig, mér sem hlynna nádir dátt; hér skalt finna á morgun mig, mun eg vinna ad launa smátt.“

39. Frá mér vendi frúin skreytt; fundum lýkur beggja þar; innra kendi eg eitthvad heitt, aldrei slíkur fordum var.

40. Daginn eptir árla þá, út ad róla mig eg bar; fætur keptust klettinn á, klæda Sólin ljómar þar.

41. Gaf mér prjóna Gerdur prúd, med gæzku tónum, brúna skær, þessa ljóna holla húd; hún mér þjóna sídan fær.

42. Kom og fína qvendid med, kylfu mína og þennan hjør; tók ad brýna gott med géd, gullhríngs dýna þessi svør:

43. „Þinn eg smátt í þetta sinn, þánka hressa gjøfum kann; en vopnin átti afi minn, Ackilles, sem Hektor vann.

44. „Njóttu best og berdu fast, brandinn góda og kylfu þá; spjóta fletta fordast kast, fatid góda húdar má.“

45. Þackir nettar þá eg qvad, þóktist settur gæfu stól; hérnæst frétti heiti ad, handar kletta Morgun-sól.

46. Aptur ræda føgur fer: „fyrir þig eg læt uppskátt; rósu klæda, kæra þér, Kamillu þú nefna mátt.“

47. Féll eg þá um háls á hrund; hún var ecki móti því; þannig láum litla stund, léttum fadma brøgdum í.

48. Þér eg sannast segi nú: svæfdur trega gustur var; hvørt vid annad ást og trú, innilega bundum þar.

49. Feingum lag á fundi sett; fadma ólust brøgdin neyt: alla daga kæran klett, klæda Sólin vermdi heit.

50. Lánid valt í lífi er; lidid þegar árid var, hvarf hún allt í einu mér; ærinn trega því eg bar.

51. Veit eg, móti vilja sín, (vina banna fundi mein) hefur snótin mæta mín, meigad annan þýdast svein.

52. Nockrir segja úr Sikiley, sicklíng leidur hafi frú, rænt, og dregid fram á fley; fast mig neydir hugsun sú.

53. Skømmu sídar sørva Hlín, sødd af árum mørgum þó, deydi blída módir mín; um moldir sár eg hennar bjó.

54. Vída flacka fór eg þá, fyltur trega, um landa veg; úngum spracka aptur ná, innilega girntist eg.

55. Þá ég mætti Marsa her, med þeim slætti sverda vann, fári sætti, og fyrir þér, féll, ágætti hreysti-mann!

56. Myrda vildu Marsar þá, mig, því Hildi tapa réd; þeim med snild eg flúdi frá, og fæ hér milda vininn sjed.

57. Aldrei linna eg ætla mér, Oms á qvinnu þreyta ról, uns ég finn, þá blóma ber, bestu linna jardar Sól.

58. Ad finna sóda í Sikiley, síst ofbjóda læt eg mér; veit eg gódur er hann ei, ólma þjód á kaudinn sér.

59. Mætti eg fley um flódid blá, fylkirs eyar stýra til, skyldi eg mey frá skálki ná, og Skøglar heya manndráps byl.

60. Númi géldur þackir þá, Þundar eldibranda Týr; svo ad qveldi sofna ná; sinnid hrelda blundinn flýr.