Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Tíunda Ríma

Úr Wikiheimild

Tíunda Ríma.



Standid væna hnignar hér, hardar tídir gróa, Landid græna orpid er, undir hrídir snjóa.

2. Vídir læsa ísar unn, íllar skordur forma, strídir hvæsa módum munn’, máttar nordurstorma.

3. Skjálfa megin flúin frid, fjøllin klæda nakin; álfa greyin veina vid, vistum gæda hrakin.

4. Fjøllin dynja þjøkud, því, þúngir vindar skaka; Trøllin stynja ærdu í, inni myndar-laka.

5. Líka ódum mýa mér, máttar storma-falla; flíka gódum háttum hér, hlítir forma valla.

6. Væri gaman Beslubyr, bjóda sendir hrínga, bæri saman fundi fyr, fjørid endir rínga.

7. Þínum gædum Idun ein, andinn treysti ljóda! brýnum qvædum mýki mein, magni hreysti góda!

8. Varda gruni midur má, mærdar vessum sóa, harda munir fædíng fá, fyrir þessum króga.

9. Trega þráu mýkir mein, máli þrautir linar, þegar fáum setja svein, sóma-skauti vinar!

10. Virdi rýra sendíng sá, svidrir dýru bauga, hirda skíra mælsku má, medur hýru auga.


11. Lundar-brádur Númi nú, (neydir minnur pína) skundar gádur breida brú, Brúdi finnur sína.

12. Fagna tekur hraustum hal, Hersilía rjóda, sagna vekur traustur tal, Týrinn dýa glóda:

13. „Hvíta Gérdur falda! fljótt, fái høndin trúna, slíta verdur ockar ótt, ástar bøndin núna.

14. „Myrtur þínum fødur frá, fjøri Tasi slepti; firtur sýnum, elli á, árum slasid hrepti.“

15. Heidin djarfa bauga brá, bragdi lánga tíma, reidin farfa þróar þá, þrútnar vánga gríma.

16. Manninn vefur íllsku ør, ama hótum þráum; þannig géfur sídan svør, svipud snótum fláum:

17. „Getur fáu muna mein, maktar blódid fróma ; metur smáu svoddan svein, Siklíngs jódid Róma.

18. „Medan unda látum ljá, leyna hundinn glettum, hédan skunda fljódi frá, fantur bundinn prettum.“

19. Núma bítur þánka þrá; þrekinn meidur spánga, rúma hlýtur Fofnirs frá, Freyu reidur gánga.

20. Vinnur svinnar dádir dýr; dúfu flóda eima, finnur linna túna Týr, Tasíu góda heima.

21. Vefur nauda þjakid þétt, þrúdi bauga sárum, hefur dauda fødurs frétt, fleytir auga tárum.

22. Nidur dreingnr svinnur setst, svørin mundi þýda: „ydur geingur meina mest, móti, sprundid frída.

23. „Frétta skyldi þýdust þad, þrúdur tígin veiga: netta Hildi bauga bad, budlúng hníginn eiga.

24. Vørin túna grafníngs gód, giptumálid stydur; kjøri núna festa fljód, fødurs bálid vidur.

25. Kysti manninn, blídkast brá, beitti svørum dáda, tvisti svanninn: mildíng má, meyar kjørum ráda.

26. Glódir laga þegnar þá, þeingil brenna lidinn, þjódir draga ekru á, eldar grenna vidinn.

27. Stránga freydir loga lá, líkid brendi nidur; þángad leidir nistis Ná, Númi hendi vidur.

28. Bálid skyldi vígja vid, vigra spennir hreina; tálid fylgdi svika sid, svanninn kénnir meina.

29. Mæda svellur ráda rýr, reckar unda midur, klæda fellur dúfa dýr, dáin grundu vidur.

30. Heitur þrúnginn núna nár, neydir kannar traudur; eiturstúnginn biltist blár, búkur svanna daudur.

31. Búid svanna hefur hel, Hersilía leida; snúid manna þrútnar þel, þyckju drýgja greida.

32. Núma þvingun brjóstid ber; brandar stínga slídur; Núma kríngum safnar sér, Sabínínga lýdur.

33. Hljódum medur bruna brátt, borgar undir múra; ódum vedur Grana grátt, gétur lundir stúra.

34. Róma lætur sjóli senn, safna þéttum skara; stjóma þrætur aukast enn, álku klettum fara.

35. Nennir stærast klóta kast, kappa skæda vekur, tvennir ærast flockar fast, flóinn æda lekur.

36. Fyrstur rídur Númi nær, nístir lýdir deya, bystur snídur þjódir þær, þyrstur strídid heya.

37. Gotna fálmar hrausta hønd, holdid skálmar stínga, brotna hjálmar, rifnar rønd, rámir málmar sýngja.

38. Kundur sjóla þrekinn þar, þrútinn harma módi, fundur fóla skæda skar, skoladi arma blódi.

39. Frekur Grérinn sørfa sá, sækir klidinn skjóma, rekur herinn ekru á, undir hlidin Róma.

40. Stinni skadinn þjáir þá, þó ad furdi vidur; inn’ í stadinn flúid fá, fella hurdir nidur.

41. Klidinn spjóta efla enn, axir slíngar bylja; hlidin brjóta sundur senn, Sabíníngar vilja.

42. Þetta heyra ríkur réd, Nóma brádi gramur; pretta meira gramdist géd, géfur rádid tamur.

43. Hrinda skipar ýta á, ødlíng steinum hørdu; linda svipar þundum þá, þjakast meinum gjørdu.

44. Skaka voga eggjar enn, ýmsir dørva henda, taka boga mæddir menn, múrum ørfar senda.

45. Múrinn setur ødlíng á, ýta slíngar qvinnur; stúrin gétur þjódin þá, þornum stínga minnur.

46. Kasta sverdum þúngu því, þambar knáu meidar; hafta ferdum ofan í, eggjar bláu skeidar.

47. Vodinn, qvenda hyggju hyl, herdir nidinn qvala; bodin senda tiggja til, trygda gridin fala.

48. Gramur segja fólskur fær, (fyrri týnast vinir) framur deya Númi nær, nádum krýnast hinir.

49. Vildi sprækur nádum ná, neista rádur hvera, skyldi rækur fróni frá, fridlaus, smádur vera.

50. Fleygir ríta sínum sá, sinni rádum þótta; eigi líta mildíng má, magni brádum flótta.

51. Vega dragna Númi nær, notist frestur tæpur; þegar bragna fundi fær, falli géstur dræpur.

52. Þjódin reidist, svídur sút, sætir neydum þetta; glódin breidist Odins út, aptur skeidum fletta.

53. Vída hljódin æsast ær, eru skekin sverdin; frída þjódin neita nær, Númi rekinn verdi.

54. Ljóma idu svidrir sá, sviptur fridi blída, fróma nidur þaggar þá; þjódir bidur hlýda.

55. „Klidinn óda heptid hér, hjørnum fleygid stinna; fridinn góda þiggid þér, þegar meigid finna.

56. „Leingi skyldi hyggjan hrein, (hlýdir þegna meingi), enginn vildi madur mein, minna vegna feingi.

57. „Skérda blídir harminn hinn, hernum lista búna; ferda tídir muna minn, mettan vista núna.

58. Ydur beidi Gudin gód, geymi, brædur dýrir! fridur leidi þægur þjód, þetta mædur rýrir.

59. Geingur lýdur frægum frá, feinginn qvídi veldur; dreingur rídur ekru á, eingu strídi hreldur.

60. Lindar glansa fyrir freyr, foldin sýnist ljóma, tindar dansa, lídur leir, landid týnist Nóma.