Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Þriðja Ríma

Úr Wikiheimild

Þridja Ríma.



Módur-jørd, hvar madur fædist, mun hún eigi flestum kær? þar sem ljósid lífi glædist, og lítil skøpun þroska nær.

2. I fleiri lønd þó feingi dreingir, forlaganna vadid sjó, hugurinn þángad þreyngist leingi, er þeirra føgur æskan bjó.

3. Mundi’ eg eigi minnast hinna, módurjardar tinda há, og kærra heim til kynna minna, komast hugar flugi á?

4, Jú, eg minnist, fóstra forna! á fjøllin keiku, sem þú ber, í kjøltu þinni qvøld og morgna, qvikur leikur muni sér.

5. Um þína prýdi ad þeinkja og tala, þad er tídast gledin mín, í høgum frídu hlýrra dala, hjørd um skrídur brjóstin þín.

6. Smala hlýdinn hjardar fjøldinn, heim ad lídur steckonum, þar eg síd á sumar-qvøldin, sat í vídir-breckonum.

7. Fóstra! já mér féll í lyndi, fadmi á ad hvílast þín, bygdi eg þá med æsku yndi, ofur smáu húsin mín.

8. Þau vóru full af audi ørum, í eckert lánga þurfti meir, allskyns gull og faung úr fjørum, fluttum þángad brædur tveir.

9. Tíndum vær, þar grundin gréri, grasa blómin lita-skír, þau í skæru skélja kérin, skadlaus komu, en voru dýr.

10. Skipta fínum skérfi mátti, skyldi þeigi munur á, þúfur sínar sérhvør átti, sem ad eyar voru þá.

11. Vid med yndi fridar festa, fénadar þá oss skortur var, vorum kindur, kýr og hestar, ad kroppa strá um eyarnar.

12. Firtir naud vid faungin undum, flest ágæti vard ad bót, þó af audi ockar stundum, urdu þrætu malin ljót.

13. Einvíg þreyttum huga herdir, handa neyttum máttar þá, og med beittu sviga-sverdi, sárin veittum eigi smá.

14. Hér á landi eg þó uni, øllum þrautum lángt er frá, en sárþreyandi mænir muni, módur skautid hvíta á.


15. Vegurinn lídur, vér oss flýtum, (vid mig sídur fyrtist þér), Númi rídur á hesti hvítum, hann var ad bída eptir mér.

16. En af því Nótt hún elti hestinn, undan hann ei komast má, blundur hljótt þeim góda gésti, gistíng vann ad bjóda þá.

17. Þar sem streymir lækur létt um lund, hinn módi sofna fer; hvad hann dreymir hér í fréttum, hef eg ad bjóda, vinur, þér.

18. Vagn af tveimur drekum dreginn, drauma sjónir fyrir brá; situr í þeim sem sól nýþvegin, Seres dísin tignar-há.

19. Høfdi yfir hans er sefur, himinvagninn nemur stad, skýin bifast, gydjan géfur gætur ad hal og þannig qvad:

20. „Þér eg ann og yfir vaki, allar stundir, sveinninn kær! ad ei manninn meinin saki, medan grund á dvalid fær.

21. Hvad umbidur, vil eg veita, velja máttu strax um þad,“ þóktist lidugt bænum beita, bauga Týr og þannig qvad.

22. Vísdóm mér í hjartad háan, heiløg módir! géfdu þá, Túllur sver, ad sá sem á hann, sérhvørn góda skuli fá.

23. Númi hverfur allt í einu, ædstu sala guda til, og Minervu himin-hreinu, heyrir tala vísdóms skil.

24. Helst á því hann hefur vilja, hana sjá, ef mætti þá, en gyltu skýin guddóm hylja, gégnum má ei augad ná.

25. Heyrnar kraptar hans ei þoldu, helgar raddir leingi; því nú er hann aptur nidri á foldu, nockrum staddur skógi í.

26. Vafin líni vatna freya, vinleg situr stóli á, høfudid sýnist hýrleg beygja, hans ad vitur brjósti þá.

27. Hún í yndi innvefjandi allar myndir hugarins var, hjartad bindur hins undrandi hjávist lindar-gydjunnar.

28. Númi frétti um freyu heiti, frá sér því hann numinn var, umgjørd kletta andsvør veitir: Egería, lætur þar.

29. Númi vaknar, aleinn er hann, og þar lá í runnonum, æ hann saknar, eckért sér hann, eptir af háu Gydjunum.

30. Drauminn grundar dreingur frídur dagsins fróm hann leidir hønd, á fætur skunda fer og rídur, fram í Róma kémur lønd.

31. Hljótt er allt í audu landi, úngbørn smá, og menn í kør, eiga kalt í aumu standi, eckjur þrá sín mistu kjør.

32. Ei er hreinum hjørdum settur hagi; firdur blóma sá, á akra reinum arfi sprettur, einginn hirdir kornin smá.

33. Harma klædi høfud byrgja, heyrast qvædin sorga þrenn, fedur og mædur syni syrgja, systur brædur og konur menn.

34. Eckjan qveinar, ángur vefur, augu valla fær hún þur, soninn eina hennar hefur, herinn kallad Rómúlur.

35. Þannig strídin þjaka løndum: þótt ad prýdis-klædin dýr, hermenn skrýdi hulda røndum, heima qvídi og naudin býr.

36. Númi hljódur ángur-augum, á þau tómu hérød brá, en nú framvód fyrir brúna baugum, borgin Róm í skrauti há.

37. I himininn blá, svo hátt hann eygir; hædum frá sú borgin ný, turna háum fleinum fleygir, þeir fljúgast á vid storma gný.

38. Múrinn breidi móti gljáir, mundi snillin eigi løk, þegar úr heidi sólin sáir, sínu gulli um kopar-þøk.

39. Virki í boga múrar mynda mikla kríngum borg þar stód, grafnir vogar vid þar synda, og verja híngad skémdar þjód.

40. Varnar festing hædin hædsta og høfudbólid stadarins er, kalla flestir kosta stædsta, Capítólíum nefnd sú er.

41. Hér á stendur hofid mesta, helgad fødur Júpíter, byggíng kénd med fegurd flesta, flóda røduls geisla ber.

42. Borgin stendur vøndud vidum, vænst í heimi á þeirri tíd, Númi vendi ad hennar hlidum, hermenn geyma portin fríd.

43. Stódu í bláu brynjum vøndum, búnir sunda raudu glód, Odins háu eldibrøndum, upp úr mundum kynti þjód.

44. Kémur í stadinn Númi nýtur, nær ad skodast þar um kríng, en sérhvad, er augad lítur, ákaft bodar hildar þíng.

45. Málmar emja hátt vid hamri, hlífar lemjast stedjum á, engin hemja er á því glamri, eldar semja járnin blá.

46. Smidju hreyktist gufan gráa, glódir qveiktar brøndum á, skýjum feyktu af hveli háa, og himininn sleiktu nakinn þá.

47. Hermenn þreyttir hildi læra, hlífum skreyttur sérhvør er; hesta sveittu í eyrum æra, orustu þeyttu lúdrarner.

48. Númi undrast, Númi hrædist, Númi grundar hvad til ber, Númi skundar, Númi lædist, Númi undan víkur sér.

49. Gégnum býinn leidir liggja, loks hann finnur konúngs rann, og aldurhníginn Tasa tiggja, til sín inn sá leidir mann.

50. Bar nú Sjóla bréfid dreingur; brúna-sól á letrid skín, hann af stóli háum geingur, og halinn fól í ørmum sín.

51. Hann svo talar: heilla dagur, helst upprennur gømlum mér, ad þig skal eg, frændi fagur, fá ad spenna ørmum hér.

52. Pompíls eigin augu þecki, eg og finn hans svip á þér, hugurinn segir, ad þú ecki ástar þinnar synjir mér.

53. Létt er elli ad bera bleika, børnum kærum sínum hjá, þegar hrellist hyggjan veika, huggun nærir beggja þá.

54. Dóttur fína einnig á eg, æfir slíngar dygdir gód, hana sýna svo þér má eg; sveinar híngad kalli fljód.

55. Kappar sjá, med klædi valin, kémur gnáin sørfa nett; líkt vid brá, og ljós um falinn lidi þá, sem brennur slétt.

56. Marga þó sér fegri fyndi, frúin rjód, er dygdir bar, til sín dró hún ást og yndi, ofur gód og náqvæm var.

57. Númi fljódi fyrir hneigir; fadirinn sitja bidur sprund : þessi er bródir þinn (hann segir), þægur vitjar oss á fund.

58. Pompíls frída arfi er hann, opt sem frá eg greindi þér, sama prýdi-bragdid ber hann, bæta sá vill elli mér.

59. Bú nú hjá oss, barminn frídi! bætast þín svo gæfa má, eingri þá eg elli qvídi, yckur mínum børnum hjá.

60. Maské kærri bønd oss báda, betur saman teingi hér, krónu skærri ríkis ráda, reifdum frama ann eg þér.

61. Fljódid vitra fødurs góda, fulla meiníng skilur þá; kinnar litar rósin rjóda, sem renni hreinan blód í snjá.

62. Lýsti ad sveini ljósum brúna, leit hún eigi fegri mann, því í leyni lifna núna, ljúf tilhneigíng ásta vann.

63. Géfur sídan svørin frídur, sólar vídis stafur hinn, lofar ad hlýda í þeli þýdnr, því sem býdur kóngurinn.

64. Ødlíng hneigir ord án kala: yfir-skyn eg vil ei sjá, hirdum eigi um hlýdni ad tala, hótin vina minnumst á.

65. Atti eg leingi ríkjum ráda, en raunin skást þess vitni ber: mig hefur einginn hrædst, en háda hugar ást eg gjørdi mér.

66. Bý eg enn vid sømu sidi, sinn hefur máta valid hvur, vid alla menn eg midla fridi; en mikilátur Rómulur

67. Aframm keyrir ótta svipun, undirsáta vora í stríd, lúta þeir hans þúngu skipun, þar til láta fjør um síd.

68. Uti’ er hann, og orustu fremur, Antemnata kónginn vid; finna þann, nær þadan kémur, þá sem hvatast skulum vid.

69. Þad hann sigri, efar eingi, aldrei kémpa frægri var, búin vigri á orustu eingi, undir hempu Sigmundar.

70. Þegar fleins í grimmu gøllum, geingur ad mordi þjóda sá, hann er eins í hernum øllum, hann ei fordast nockur má.

71. Vaxtar hár og harla digur, hristir ótta brúnum frá, svartur á hár og hermannligur, hefur þrótt, svo furda má.

72. Ordróm flytur afreks verka, undir tjaldi vinda lid, því høfudid vitra og høndin sterka, hvíldar aldrei þurfa vid.

73. Hann á dóttir, Hersilía, heitir þeingils drósin kær, þar um fljótt má fréttir drýgja, fegri eingin skapast mær.

74. Kærleiks leita Kørmt vid bauga, kóngar dýrir vítt um heim, en stoltu beitir brúdir auga, og baki snýr vid øllum þeim.

75. Bøn til skædu eggja anna, um sig slædir hlífum grá, hjálmur klædir høfud svanna, høndin rædur sverdi smá.

76. Frúin rídur fødur medur, fram í stríd á vøldum jór, vopna hrídin hugann gledur, heila snídur margan kór.

77. Þegar ei hendur hrotta beita, hún er ad varast fremur þá, því ástar tendrar elda heita, allra þar, sem brúdi sjá.

78. Hvør sem lítur blómid bjarta, bara er frá sér numinn, enn, um ást ei hlítir heita ad qvarta, hún forsmáir alla menn.

79. Þér eg inni søgu sanna, siklíng ríka og brúdi frá, feginn minnast mannkostanna, mundi líka, ef vissi þá.

80. Þú einrádur úr mátt skéra, efnum nú og velja frí, heima í nádum hjá oss vera, hans eda búa tjøldum í.

81. Hetjan segist heima bída, og hilmi eigi skiljast frá, honum feginn fylgja og hlýda, fyrst þeim megi kosti ná.

82. Tasía heyrir hvad hann segir, hugar sprettur vonin mild, stúlkan eirir því og þegir, þad var ettir hennar vild.

83. Númi er heima nockra daga, nádum undi og fordast glaum, en eitt sinn sveimar út um haga, og er ad grunda þar sinn draum.

84. Heyra fær nú hlynur fleina, hvar um býinn reynir fet, ad skógur nær vid elfu eina, Egeríu lundur hét.

85. Lifir í minni lindar-freya, er líta vann í draumi þá, í skóginn inn nam brautir beygja, bestur manna, og lundinn sá.

86. Lék andvari ad laufa flugum, lifna sæla gledin kann, skógar hvar í breidum bugum, býr indæla náttúran.

87. Þar heilaga þøgnin drottnar, og þánka sæta vekur manns, eikur vaga ellilotnar, undir mætum greina krans.

88. Þar skínandi og lystilegur laufa fjøldinn stígur dans, vindurinn anda valla dregur, vagga’ á qvøldin þar er hans.

89. Hvad þid gétid líka látid, litlu fjadra hnodrarnir! hoppad, setid, fløgt í fáti, fram sem nadra aldrei kyr.

90. Saungva þyljid, tóna teygid, og talid um flesta hluti þar, en margir skilja yckur eigi, utan bestu kunníngjar.

91. Þeir um rúman lund sér lauma, lidug meta raddar hljód, súngu Núma sjón og drauma, sem þeir géta fært í ljód.

92. Hér vid dvelja hlustir nettar, hann vill bída í þessum stad, en hvørt þeir velja og vita hid rétta, vid skulum sídar tala um þad.