Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Fjórða Ríma

Úr Wikiheimild

Fjórda Ríma.

Þeckir eigi hvørs manns hjarta, holds og sálar fylsnum í, qvenna ástar blossann bjarta, bródir! viltu neita því?

2. Hitt munu sumir hirda fátt um, í heiminum fædast ástir tvær, ólíkar ad øllum háttum, ætíd verid hafa þær.

3. I vesæld steypir opt hin eina, en ønnur snýr til hagsældar, mun á þeim eg mætti greina, mér eru bádar kunnugar.

4. Ønnur, sú sem alment sýkir, og er máské heitust þó, í blódi voru og vitum ríkir, vøkva sinn hún þadan dró.

5. Hún nær ecki í hjarta sporum, þó heimskum máské finnist þad, nei — í øllum ædum vorum, idar hún og nær ei stad.

6. Ockar sálir ei sú hefur, ædri neinna þánka til, alla háa hugsun kéfur, og holdinu veitir fró og il.

7. Ein er hennar ósk: ad njóta, og ørmagnada sedja vild, sú er lítt til heilla hóta, en hin er þessu lítid skyld.

8. A andar sig hún einíng nærir, og á í hjartans fylsnum bygd, vidqvæm sig í hófi hrærir, hún er ecki girnd, en dygd.

9. Varminn hennar veikir eigi, vinunum er hún holl og trú, fullkomnunar fram á vegi, fýsnir allar dregur sú.

10. Gledin hennar hreina og klára, hitar, en brennir aldrei því; þó hún kénni sinna sára, sæt þeim renna smyrsli í.

11. Virdíng, audur, høpp né hylli, hennar aldrei stólinn braut, og finni hún nauda fjúk á milli, í frómleikans sig vefur skaut.

12. Nú hef eg lýst þeim; leingra og meira, letra mætti um bádar þær, ef menn fýstí á ad heyra, en eg hætti — þad er nær.


13. Númi undi leingi í lundi, leidir sveigir hér og þar, lítur hann sprund, hún lá í blundi, lík Skjaldmey ad búníng var.

14. Høfudid ljósa lagt hún hefur, létt á skjøldinn; vánga hjá, hjálmur drósar, hýrt er sefur, hulinn øldu stjørnum lá.

15. Hárid bjarta brynju þekur; í bylgjum gyltum nidurflaut, allt hvad hjartans undrun vekur; augun fylti brúdar skraut.

16. Spjót eitt undir hefur hendi, hún í dúni skógar lá, ljósid Þundar ljóma sendi, linda túni meyar frá.

17. Svona í drauma dái liggur, Día ljóminn, Freya ber; þángad laumast Loki hyggur, og lágt í grómi falinn er.

18. Flakir um bríngu og meyar maga, men brísínga hálsi frá, blódshræríngar léttar laga, liljur kríngum brjóstin smá.

19. Svefninn býr á augum úngum, eru þau hýr, þó felist brá, raudur vír á vánga búngum, vefur og snýr sig kríngum þá.

20. Sig innvikla í rósum rørum, raudu taumar æda blá, litir sprikla létt á vørum, og laga drauma brosin smá.

21. Andinn hlýr, sem ilminn nýta, óspart lénar vitum sinn, í lífinu býr og brjóstid hvíta, í búngur þenur og dregur inn.

22. Húdin skæra hønd og fótinn, hægt í kríngum vafin er, um sívøl lærin, lidamótin litla hríngi marka sér.

23. Dúir andinn undir nafla, en svo hvít er hørunds brá, sem hlæjandi sólin skafla, silfur spýti geislum á.

24. Loka bugar brá skínandi; bragda hugur stansa fer, hann vard fluga eda andi, og naudugur leyndi sér.

25. Øllum píkum yndislegri, svo eingin stef eg til þess finn, Freyu lík, æ lángtum fegri, í lundi sefur Skjaldmeyin.

26. I huga hverfur Núma núna, næsta þad og trúlegt var: ad hann Mínervu hlífum búna, hátignada sjái þar.

27. Krýpur hann á kné sín bædi, kraptar þrotna líkamans, best sem kann af bæna frædi, baud med lotníng túngan hans.

28. Vaknar núna af svefni svanni, sýndar fljót og skøruglig, lýsti brúna báli ad manni, og bregdur fótum undir sig.

29. Allt var senn, ad hjálmur hylur, høfud, og brandinn þrífur mund, rædu hennar halur skilur, hnéfallandi á þessa lund:

30. Hvør ert þú, hinn heimski reckur, hér sem vogar leyna þér? djørfúng sú þér hvørgi hreckur, høggva og ad spilla mér.

31. Væri eigi vansi fljódi, vopnlausan ad myrda svein, skyldi þveginn brandur blódi, bana kanna láta mein.

32. Númi segir: gydjan glæsta! guddóm augad þinn nær sá, eg vard sleginn ótta næsta, innstu taugar gégnum þá.

33. Féll eg nidur, fætur eigi, feingu borid líkamann, og nú bid eg forláts feginn, flýta sporum hédan kann.

34. Návist há þín hjartad sýkti, hverf eg frá og þig tilbid; svarar þá og málid mýkti, mærin smá og brosti vid:

35. Heidur veita himin-Día, hladinn ótta ei þarftu mér, vit: eg heiti Hersilía, heppin dóttir Rómuls er.

36. Sverdi nú á skjøld hún skéllir, skari sveina kémur þá, med fagurbúinn fák á velli, frúin hrein þar stígur á.

37. Líkt og tinda sal frá sendur, svipu vindur jórinn rann, nærri blindur Númi stendur, næm ímyndun fjøtrar hann.

38. Hann ófridar þánkar þreyta, þola vid svo hvørgi má, blódid idar ofurheita, æda nidur um læki smá.

39. Til hlaupa tekur hetjan móda, hvatast kémur inn í Róm, feril rekur fáksins góda, fljóda sem ad rídur blóm.

40. Til hann vendir Tasa sjóla, titrar andi, føl er brá, og þar stendur sjóar sóla, Sjøfn skínandi kóngi hjá.

41. Hún til kynna kóngi géfur, komu snara Rómúlar, sigurinn því høndlad́ hefur, hetjan þar sem randir skar.

42. Ad allt til reidu sé, hún semur, Sigtýr kjóla vidur þá, þegar heidur krýndur kémur, Capítólíum gramur á.

43. Núma sér hún, þennann þeckir, þeingil spyr hvad manna var, hilmir ver þess hana ecki, hugar kyrr og géfur svar:

44. Sveininn góda (svona tér hann) til sonar valid hef eg mér, af kónga blódi ockru er hann, og erfa skal mitt sæti hér.

45. Númi stendur farfa følur, fæstu gat ad veita ans, en nú sendi sjónar vølur, silkifata jørd til hans.

46. Farfa snaudum hitnar heldur, hrínga Audar móti brá, litur raudur líkt og eldur, logadi og saud um kinnar þá.

47. Skjøldúng sá hans skipti lita, en skilur eigi hvad til ber, því ellin gráa ástar hita, eingannveginn leingur sér.

48. Alinn heima (hilmir tjáir,) hinn ágæti sæmdar mann, enn er feiminn, sem þér sjáid, sú mun bætast fávitskan.

49. Nærgætnari seima sunna, sá hvad úngum manni leid, lofdúngs svari létst þó kunna, lyndis slúngin bauga heid.

50. Hún ad vana hugann stilti, en horfdi á mann er fegurd ber, eins og hana einu gilti, ástir hann þó festi á sér.

51. Býst nú snúdug burtu sæta, brjóstid leynir fegurd manns, en í því brúdar augun mæta, edalsteinum brúna hans.

52. Hvarmbragd eitt (þad undrum veldur) innstu svífur gégnum taug, þad var heitt— ó þad var eldur! þadan líf og kraptur flaug.

53. Núma hjartans von þad vekur, vænstu hreifir gledi því; en mærin bjarta med sér tekur, mynd hans reifum kærleiks í.

54. Burt er frúin; bestur dreingur, bænir qvaka í leynum má, sá er ei nú hinn sami leingur, sefur og vakir brúdi hjá.

55. I ástar flasi fremd þó bresti, á fljódi nærir sál og géd, gleymir Tasa og Túlli Presti, og týnir værum dygdum med.

56. Daud eru rád og dofin hyggja, dugur tekinn líkams þver, girnd áfjád vill brjóstid byggja, burt hún hrekur allt frá sér.

57. Þánkar hreinir hjartans flýa, hvørgi í meinum því er rótt, hugsun ein er Hersilía, hans í leynum dag og nótt.

58. O þú þeingils ástvin kæri! sem øllu geingi týnir hér, skulu eingin undanfæri, einum leingur duga þér?

59. Hvar eru nú þíns fóstra frædi, føst sem þú í huga barst? og Himinbúa heitin gædi, helst sem trúa ljúfur varst?

60. Og því mundi ei til líknar, ódfær skunda Seres frú! og kýngi undan fýsna-fíknar, fá þér hrundid breiskum nú.

61. Skal þá eldur einnar girndar, ofurseldum granda hér? æ! hún veldur fári firndar, og forløg géldur verstu þér!

62. Þú vilt deya í fýsna funa, falin megin eru skjól, og sérd þó eigi óluckuna, sem í þér fleygir heljar ból.

63. Ad því víkjum: víga sekur, vídfrægur um lønd og geim, kémur ríkja rádur frekur, Rómúlur úr strídi heim.

61. Honum fylgir hraustur skari, í hópa talinn, búinn geir; líkt og bylgjur lá um fari, leiti og dali bruna þeir.

65. Lystugt klíngja ljósblá stálin, ljómar hríngjur gyltar á, hornin sýngja sigur-málin, síns foríngja raddar-há.

66. Móti tiggja trúr ad vonum, Tasi og hyggin þjódin fer; eldar byggja á ølturonum: offur þiggja gudirner.

67. Rómul þar má þeckja snjalla, þegnar fara um hérødenn, høfud bar og herdar allar, hilmir snar yfir adra menn.

68. I kérru fór um foldar haga, fylkir stór, sá veldur geir, hana fjórir hestar draga, hvítir vóru litum þeir.

69. Styrjar kjóli er hulinn hamur, Herjans fól þeim geisla ber, á Capítólíum kémur gramur, krýndur hóli og sigri er.

70. Af vagni tredur vøll til grunna, vikna rédi jørdin þá, krónu med hins yfirunna, ad altari vedur Jóvis sá.

71. Hana í salinn heingdi, og breiddi,hendur gladur út frá sér, þannig talar þá og beiddi: „þrátignadur Júpíter!

72. Medtak fyrstu fórn þér veitta, fleiri listir skaltu sjá; svo skal eg hrista sverdid beitta, sigur-þyrstur hédan í frá.

73. Auk þú veldi vort og hreysti, veraldar seldu løndin mér, þackir géld eg þér og treysti, þessi feldur kóngur er.

74. Ver ei þinnar gædsku gleyminn, géf ei linni bardagar, uns ad vinna allan heiminn, ættstofn minn og Rómverjar.“

75. Naut hid mesta vørdur valda, í vala fjøllin hremmir grá, tuttugu prestar hræddir halda, horna trølli velli á.

76. Vødva gróinn krapta kéndi, klæddur brynju sjóli var, uxann dró í einni hendi, ad altarinu og feldi þar.

77. Barkann snídur bola felda, benja grídur Rómúlar, klerka lýdur offur elda, ad honum sídan kyndir þar.

78. Þegar eldir offur-báli, ødlíng skundar ranni frá; kallar heldur hvellu máli, hers þúsundir sínar á.

79. Eitt þó land vid vinnum, vinir, (vekur hann beimum þannig svar) ótal fjandar ockar hinir, eignir geyma veraldar.

80. Mørg eru enn í Italíu, ósigrud hin føgru lønd, sverdin spennum svo ad nýu, signi gudinn vora hønd.

81. Hvíld þó finni fólkid blída, fyrr en búist menn í slag, børn og qvinnur fadma frídar, fáid þér nú í allan dag.

82. Marts á velli ad morgni allir, mætumst vér í hildar kjól, horna gélli hljómar snjallir, úr hafinu ber þá stígur sól.

83. Móti þjód, sem Marsar heita, munum strída verda enn,vid ógóda er þar ad þreyta, þeir eru grídar hraustir menn.

74. Heima sinnum setum valla; sóknar reynum vedur brád, þar til vinnum verøld alla, og vøldum einir høfum nád.

85. Mæti því á mældum velli, máttugt lid ad reyna kíf, þar í týgjum fyrst á felli, foríngi ydar veldur hlíf.

86. Þjód óveila þekji brynja, þegar fald á degi sér! látum heila heiminn skynja, ad hvíldir aldrei þurfum vér.