Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Reiðmennska og sjóferðir

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Reiðmennska og sjóferðir
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Það eru þó ekki einungis slys og mannsmorð sem munnmælin gera sér að umtalsefni, heldur taka þau tíðum þá atburði sem í eðli sínu eru saklausir og meinlausir. Hér og hvar hefur minningin um leiki viðhaldizt sem haldnir hafa verið til forna á ýmsum stöðum. Eitt af þessum menjum er Meyjasæti á Hofmannafleti fyrir ofan Þingvelli; þar er sagt að konur hafi setið og horft á leikina sem haldnir voru á fletinum. Kvennabrekka heitir bær vestur í Dölum sem dregur nafn af hæð einni þar sem konur hafi átt að sitja á og sjá leiki þá sem þar voru haldnir. Allt eins fara sögur af miklum reiðmönnum og hestum þeirra og sjóferðamönnum, og skal hér getið fárra dæma til þessa.