Tómas frændi/XVIII

Úr Wikiheimild

XVIII. Legree.

St. Clare lagðist hættulega veikur eptir að Eva dó. Harm komst þó á fætur aptur, en aldrei náði hann sér til fulls. Harm reyndi að sökkva sér niður í störf sín, en honum tókst eigi að bæla sorg sína með því. Ókunnugu fólki sýndist hann glaður og kátur, en í hjarta sínu bar hann þunga sorg. Einn dag er hann var að skilja tvo menn, sem áttu í illdeilu, vildi svo til að annar maðurinn rak hníf í hann. Var hann borinn heim og dó litlu síðar.

Áður en hann dó, hafði harm ráðgjört að gefa Tómasi frænda frelsi; en skriflegir samningar því viðvíkjandi voru aldrei fullgjörðir, og veslings Tómas var dæmdur til að lifa og deyja sem þræll.

Eptir að St. Clare var dáinn, ráðfærði kona hans sig við lögfræðing einn, og við bróður St. Clare's, og kom þeim saman um að hentast mundi vera að selja jörðina og alla þjónana, nema þá, sem hún hafði sérstaklega sjálf yfir að ráða, og sem hún ætlaði að hafa með sér til föður síns, sem var ríkur plantekrueigandi.

„Veiztu það Tómas, að það á að selja okkur öll?“ sagði einn af þrælunum við Tómas.

„Hvernig veiztu það?“ spurði Tómas.

„Eg faldi mig á bak við veggtjöldin, þegar frúin var að tala við mennina; það á að selja okkur eptir fáa daga á uppboði.“

„Verði guðs vilji,“ sagði Tómas, krosslagði hendurnar á brjóstinu og stundi þungan.

Tómas reikaði burtu. Hjarta hans var harmþrungið. Frelsis-vonin og endurminningin um fjarlæga eiginkonu og börn reis í huga hans á sama hátt og þegar skipbrotsmaður, sem á skamt eptir í höfn, sér kirkjuturninn og húsaþökin í kæru fæðingarþorpi sínu, einungis til að kveðja það í allra hinnsta sinn. Hann þrýsti höndunum fast að brjósti sínu, og reyndi að stöðva bitru tárin, sem leituðu ofan kinnar hans, og hann reyndi til að biðja. Það var stórkostleg áreynsla fyrir hann, og því optar sem hann reyndi til að segja: „verði þinn vilji,“ því þyngra varð honum.

Hann kom að máli við Ophelíu, sem jafnan hafði verið vingjarnleg við hann síðan Eva dó.

„Ungfrú Fely,“ sagði hann. „Húsbóndinn sálaði var búinn að lofa mér frelsi. Hann sagðist vera byrjaður á að semja skjal því viðvíkjandi; og nú vill ungfrú Fely máske gjöra svo vel og tala um þetta við frúna, hvort hún vilji ekki halda því áfram, með því það var ósk húsbóndans.“

„Eg skal tala máli þínu Tómas, og gjöra það sem eg get,“ sagði Ophelía.

Hún reyndi til þess, en það kom allt fyrir ekki. Frú St. Clare var fædd og uppalin á meðal þræla, og var frá blautu barnsbeini alin upp við að sjá þá meðhöndlaða eins og hunda. „Eg er andstæð öllum þessum frelsishreifingum,“ sagði hún, „látirðu svertingjann hafa húsbónda yfir sér, gjörir hann sínar sakir full vel, en gefirðu honum frelsi, þá verður hann latur og vill ekki vinna. Eg hef margopt séð það. Það er engin bót að frelsi fyrir harm.“ Hún þverneitaði að fara eptir óskum manns hennar viðvíkjandi Tómasi.

Ophelía gjörði þessu næst það, sem hún helzt hugði mundi vera Tómasi til góðs. Hún skrifaði frú Shelby bréf, lýsti fyrir henni kringumstæðum Tómasar, og hvatti hana til að veita honum hjálp sína; en bréf þetta kom ekki til skila fyr en um seinan.

Daginn eptir var Tómas seldur á uppboði ásamt nokkrum öðrum þrælum.

Illvættur ein í mannslíki, að nafni Legree, keypti Tómas frænda.

Æfi hins gamla, dygga manns varð nú svo aum, að slíku má naumast trúa. Meðferðin, sem hann varð að sæta hjá þessum nýja húsbónda, var svo grimmúðleg og sam vizkulaus, að naumast er unnt að lýsa henni. Það nægirað geta þess, að eptir að hann var búinn að þola óumræðilega meðferð mánuðum saman, þá húðstrýkti Legree hann svo að við sjálft lá að hann missti lífið. Orsökin til þess var sú, að Tómas hafði neitað að hýða ambátt eina, er hafði móðgað Legree. Öðru sinni var það að tveir þrælar struku, og Tómas neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um það. Þá varð Legree óður og bauð þrælum sínum að refsa honum með grimmilegri húðstroku.

„Eg skal telja hvern blóðdropa, sem til er í þér, og kreista þá úr þér einn og einn, þangað til þú segir frá því,“ sagði Legree loksins við Tómas.

En Tómas neitaði. Hann leit á húsbónda sinn og sagði: „Húsbóndi minn, ef þér væruð sjúkur eða deyjandi, og eg væri fær um að bjarga yður, þá skyldi eg gefa yður hjartablóð mitt, og ef blóðið í þessum gamla, hrörlega líkama gæti frelsað yðar dýrmætu sál, þá skyldi eg glaður gefa það. Ó, húsbóndi minn, bætið eigi þessari synd á samvizku yðar! Það er verra fyrir yður sjálfan, heldur en fyrir mig. Þér megið gjöra mér eins mikið illt og þér getið; þjáningar mínar eru bráðum á enda.“

Þessi orð voru líkust því sem himneskur sönghljómur heyrðist skyndilega gegnum óðastorm. Legree stóð kyr og starði á Tómas.

En það var aðeins eitt augnablik. Það kom snöggvast hik á hann, en þá kom hinn vondi andi aptur yfir hann með sjö anda sér verri; og Legree varpaði Tóraasi til jarðar og froðufelldi af reiði.

* * *

Legree stóð hjá og horfði á, er menn hans húðstrýktu veslings Tómas; hann féll brátt í ómegin og allir hugðu hann örendan, en það var þó eigi enn.

Óðara en Legree var búinn að snúa bakinu við þeim, tóku menn þeir, er verið höfðu verkfæri í höndum hins guðlausa manns til þessa ódáðaverks, að þvo sár Tómasar og reyna í fávizku sinni að lífga hann við, eins og það væri nokkur velgjörð fyrir hann. Þeir bjuggu honum legurúm úr viðarullar rusli og lögðu hann þar á.

„Ó, Tómas frændi, við höfum verið hræðilega vondir við þig“ sögðu þeir.

„Eg fyrirgef ykkur af öllu hjarta“ sagði Tómas veiklulega.

Tveim dögum. síðar var vagni ekið í gegnum trjágangana, og ungur maður stökk ofan úr vagninum, gekk heim að húsinu og spurði eptir húsbóndanum.

Maðurinn var Georg Shelby, sem var barn að aldri, þegar Haley keypti Tómas frænda. Vér verðum að víkja til baka í sögunni, til þess að gjöra grein fyrir, hvernig það atvikaðist að hann var þangað kominn.

Bréfið, sem Ophelía hafði skrifað frú Shelby, hafði legið sinn eða tvo mánuði á einhverjum afskekktum póstafgreiðslustað, og komst eigi til skila fyr en allt var um garð gengið og Legree var búinn að kaupa Tómas frænda.

Frú Shelby las bréfið með hinni mestu hluttekning, en í bráðina var henni með öllu ómögulegt að verða við tilmælum bréfsins. Hún var að hjúkra manni sínum, sem lá mjög hættulega veikur. Georg Shelby, sem nú var orðinn fulltíða maður, var hennar eina stoð og stytta um þessar mundir, því hún treysti engum öðrum til að gegna störfum föður hans.

Faðir hans andaðist nokkrum dögum síðar, og frestaðist ferð Georgs þá enn um hríð.