Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Tómas á Söndum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsögur, ritstjórn Jón Árnason
Tómas á Söndum

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Tómas hét maður er bjó á Söndum í Dalshverfi [undir Eyjafjöllum] hér um bil um miðju 17. aldar. Tómas er einn af þeim mönnum er mikið orð hafði á sér fyrir galdra og fjölkynngi, en jafnframt er þess getið hann hafi verið maður óáleitinn og farið líkast með galdur sinn sem síra Eiríkur fróði á Vogsósum Magnússon. Mælt er að Eiríkur hafi lært galdur af Tómasi. Þeir voru samtíðis uppi og var Tómas miklum mun eldri, enda blanda sögurnar saman glettnisfullum brögðum þeirra og eigna Eiríki það sem Tómas gjörði, svo sem þetta: