Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Klaustur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Klaustur
Klaustur
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
Um klaustrin sem voru hér á landi fyrir siðaskiptin hafa haldizt við nokkrar sagnir fram á þenna dag, en flestar eru þær mjög ósögulegar og loða mestmegnis við örnefni sem kennd hafa verið við munkana eða nunnurnar (systurnar). Sumar þessar sögur benda og á ólifnað sem annaðhvort hefur í raun réttri viðgengist í klaustrunum eða ímyndunin hefur smíðað að ætti sér þar stað, og til þess að slíkar sögur kæmu því betur við bregður þeirri skoðun fyrir í sumum sögnum að sama klaustrið hafi bæði verið munkaklaustur og nunnuklaustur.