Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfar sýna mönnum góðvilja (inngangur)
Álfar sýna mönnum góðvilja
Aftur á móti hafa álfar tíðum sýnt mönnum góðvilja að fyrra bragði án alls mannlegs tilverknaðar. Hefur það oft að borið er menn hafa verið á ferð um kvöldtíma eða um hátíðir að þeir hafa séð ljós loga í álfahíbýlum og gengið á þau sem þegar skal sýnt með nokkrum dæmum þó ekki hafi þeir allir sem ljósin sáu orðið fyrir beiningum hjá álfum eða haft hug til að heimsækja huldufólk. Einnig hafa álfar þráfaldlega aumkvazt yfir þá er eitthvað hefur amað að með öðru móti. En þó er nokkurt vandhæfi á að níðast ekki á góðvild álfa eða bregða út af því sem þeir hafa boðið eða ætlazt til að gjört sé.
Þess konar ljós er nú var getið hafa sézt allvíða í Merkishólum hjá Mörk undir Eyjafjöllum og í álfhól hjá Þorvaldsstöðum og hafi þar jafnframt heyrzt sungið og leikið á hljóðfæri. Það er og sagt að oft hafi mönnum til forna verið boðið inn í þenna hól, en nú leggur enginn í því byggðarlagi trúnað á það lengur.
- Álfar undir Ólafsvíkurenni
- Álfar hjá Víðivöllum
- Þorsteinn í Búðardal
- Brandur á Þúfu
- Drukkinn maður gistir álfa
- Kindaleit í Þorskafirði
- Álfkona læknar mann í draumi
- Eggjaskálin í Viðey
- Huldufólkið í Álfaborginni hjá Jökulsá
- Álfkonan hjá Bakkagerði
- Grímsborg
- Álfkona læknar barn
- Bústaðir Huldufólks
- Huldumaðurinn og Geirmundur hái
- „Legg í hendi karls, karls“
- Álfakverið