Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Þormóður í Gvendareyjum (inngangur)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Þormóður í Gvendareyjum
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Gvendareyjar heita einar af Suðureyjum á Breiðafirði. Þar bjó lengi maður sá sem Þormóður hét og var Eiríksson; var hann ekki síður kraftaskáld en kunnáttumaður, að sagt var, þó hér verði fátt eitt talið af hvoru tveggja. Þormóður átti fyrir fyrri konu Guðrúnu Helgadóttur, en seinni kona hans hér Brynhildur. Þau Guðrún áttu nokkur börn saman og verður sumra þeirra síðar getið.