Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Kölski vill keppa við guð

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Kölski vill keppa við guð
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Nokkrar sögur gjöra að umtalsefni guðlegan mátt, speki og gæzku og á hinn bóginn vanmætti djöfulsins, ófimleik hans og illgirni. Í þessum sögum er þráfaldlega hæðzt að því að allar tilraunir djöfulsins misheppnast. Í sumum slíkum sögum kemur Sankti-Pétur fyrir eins og hann væri sjálfur drottinn af því það hefur þótt eiga best við að láta hann sem var æðstur allra helgra manna hafa svo virðulegt hlutverk en þótt það liggi við sjálft að hann komi stundum nokkuð kátlega fram. Í sumum sögum er Sankti-Pétur nokkurs konar miðliður milli drottins og djöfulsins, vanmátturgri en drottinn, en máttugri en djöfullinn.