Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Heitingar og álög (inngangur)

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Heitingar og álög
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Stundum eru það ummæli galdramanna eða þeirra sem fornir þykja í skapi er olla öðrum óhamingju og verða að áhrínsorðum engu síður en ákvæði kraftaskálda. Ummælum sýnist mega skipta í tvennt: heitingar (formælingar og forbænir) og álög. En það er kallað „að heitast“ og „heiting“ þegar menn biðja í heift hver öðrum mikilla bölbæna og orðatiltækin „að verða fyrir álögum“, „vera í álögum“ eða „undir álögum“ eru höfð um allt það hvort heldur eru menn eða hlutir sem háð er áhrínsorðum annara; einnig eru þau höfð um þá menn sem hafa orðið að skipta hömum fyrir ummæli sem alkunnugt er úr fornum sögum. Hér skal nú getið nokkurra heitinga og álaga.