Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Tröll sýna vinsemd (inngangur)
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Tröll sýna vinsemd
Tröll sýna vinsemd
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
Einatt hafa tröll sýnt sig vingjarnleg við menn, en sjaldan að fyrra bragði nema þau hafi annaðhvort lagt ástarhug á menn og numið þá til sín eða heillað eða þeim hafi legið á annari liðsemd manna, en oftast hefur það annars kostar að borið því aðeins að menn hafi orðið fyrri til að víkja góðu að þeim á einhvern hátt enda launa þau þá alla liðsemd ríkulega. „Hjálpaðu mér, karlmaður,“ sagði tröllkona ein sem hafði dottið illa byltu í fjalli við Björn á Burstarfelli er fór þar um. Hann varð vel við bæn hennar og var síðan lánsmaður alla ævi. Í öllum slíkum viðskiptum við menn kemur ekki síður fram hin alkunna „tröllatryggð“ en viðleitni þeirra til hefnda ef þau eiga ótryggð að mæta.
- Kráka tröllskessa
- Sauðamaðurinn frá Tungu í Fnjóskadal og tröllskessan á Bleiksmýrardal
- Loppa og Jón Loppufóstri
- Þjóðbrók
- Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum
- Um trölla-Láfa
- Missögn um trölla-Láfa
- Andrarímur og Hallgrímsrímur
- Tröllið í Skrúðnum
- Sagan af Katli á Silfrúnarstöðum
- Smalinn á Silfrúnarstöðum
- Jón og tröllskessan