Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Ævintýri/Vondir ættingjar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsögur, ritstjórn Jón Árnason
Vondir ættingjar

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Ekki eru það þó stjúpurnar einar sem ofsækja stjúpbörn sín því við hefur það borið að aðrir sem næstir standa börnunum og jafnvel foreldrarnir sjálfir hafa leitazt við að fyrirkoma börnum sínum eða gera þeim lífið svo leitt að börnunum hefur varla eða ekki verið við vært. Það eykur þá ávallt á eymdir barnanna ef slíkir foreldrar eða náungar eru fjölkunnugir eða eiga kostgripi þá sem þeir beita börnum sínum til ills eða ef tröll snúast með í móti þeim sem ofsóttir eru.[1] En þó leggst jafnan slíkum einstæðingum eitthvað til líknar.

  1. Sbr. söguna af Helgu karlsdóttur.