Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Steinasögur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Steinasögur

Talsvert meiri hjátrú lóðir við steinaríkið en við grasaríkið, en þó er þess að gæta að nokkrir þeir hlutir eru taldir með steinaríkinu sem heyra undir hin náttúruríkin. Þegar talað er um náttúrusteina eru það þessleiðis steinar sem menn ætla að hafi meira töframagn en algengir steinar. Margar sögur hafa því myndazt bæði um uppruna þeirra og margháttaða krafta.