Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Fuglar

Úr Wikiheimild
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Þá er að minnast nokkuð á fuglana þó of fátt sé mér kunnugt sögulegt um þá. Mörgum hefur þótt það meinlegt að þeir hafa ekkert skilið fugla og það því fremur sem margar fróðlegar sögur hafa farið af því bæði að fornu og nýju hversu margvísir þeir væri og segðu mönnum ýmsa hluti orðna og óorðna. En til þess að skilja fuglamál hafa fróðir menn fundið það ráð að taka smyrilstungu, en hún er blá, og láta hana liggja í hunangi tvo daga og þrjár nætur; þegar hún er síðan borin undir tungurótum skilur sá fuglamál sem hana ber þar; en ekki má bera hana annarstaðar í munninum því sá fugl er eitraður.