Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Frá séra Eiríki í Vogsósum (um 1638-1716)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Frá séra Eiríki í Vogsósum (um 1633-1716)
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Um séra Eirík í Vogsósum eru geysimargar sögur og missagnir. Úr Selvogi, sveit séra Eiríks, eru sögurnar beztar og einkennilegastar. Séra Magnús Grímsson hefur og ritað margar sögur um séra Eirík „eftir sögn og handritum Brynjólfs Jónssonar skólapilts frá Hruna með samanburði við almannasögn manna úr Borgarfirði. Eiríkur var forn í skapi og fjölkunnigur, gekk hann mjög í hóla og gjörði marga hluti undarlega; engum gjörði hann illt með kunnáttu sinni, en smáglettinn var hann, helzt ef á hann var leitað að fyrra bragði. Það var siður Eiríks að hverfa frá bænum á hverju laugardagskveldi og koma eigi aftur fyrr en á sunnudagsmorgnana. Ekki vissi neinn maður hvað hann var að sýsla í ferðum þessum.“