Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Útilegumannasögur/Byggðamenn flýja í óbyggðir

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Byggðamenn flýja í óbyggðir
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Þó að sú skoðun hafi ríkt hjá almenningi eins og vér þegar höfum séð í undanfarandi atriði að fjallabúar væru að öllum jafnaði stórvaxnari og þar eftir miklu sterkari en byggðamenn eins og einnig fénaður þeirra, hestar og sauðfé, er álitinn miklu stórvaxnari og betri en sveitamanna eða þó að þeim sé látið svipa til tröllanna í því að þeir éti ekki aðeins sjálfir mannaket, heldur beri það fyrir gesti sína, hefur þetta þó hvorugt hamlað byggðamönnum frá að flýja í óbyggðir. En upp á því hafa þeir helzt tekið fyrir misferla og meina sakir, sumir hafa ef til vill átt að ala þar allan aldur sinn, en sumir komizt þaðan aftur samkvæmt því almenningsáliti sem hér hefur verið að hver sá sem hefði verið tuttugu ár í útlegð væri alfrjáls maður að þeim tíma liðnum hvað sem hann hefði unnið sér til óhelgi með fyrsta, sem mun vera dregið af dæminu um Gretti og þar á eftir af dæmi Fjalla-Eyvindar. Það er ekki sagt mjög sjaldgæft að byggðamenn hafi tekið dætur ,fjallabúa fyrir konur og búið síðan með þeim í sveit; en hitt er miklu sjaldgæfara að menn hafi farið í þeim vændum sjálfráðir í óbyggðir og ílengzt þar. Enda eru útilegumenn sagðir illir viðtakna og tortryggi byggðamenn nema þeim þyki því meira í manninn varið eða byggðamaður ráði algjört niðurlögum þeirra og neyði þannig fjallbúa til að taka við sér og fá því áorkað við félagsmenn sína að þeir megi fara og vera friðhelgir í óbyggðum.