Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfar leita liðveizlu manna (inngangur)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Álfar leita liðveizlu manna
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Hvort sem menn hafa sýnt álfum greiðvikni að fyrra bragði eða álfar hafa leitað til manna um það er þeim hefur legið á og gátu ekki fengið ella, en voru of vandir að virðingu sinni til að taka það nema með fullu lofi manna og leyfi, eða ef þeir hafa þurft manna eigin liðsinnis við er ósjaldan hefur að borið, einkum til að hjálpa álfkonum í barnsnauð, hafa þeir oft umbunað slíkt ríkulega og það þótt auðnuvegur að verða vel við öllum nauðsynjum þeirra. En á hinn bóginn hafa þeir lagt á þá reiði sína er skorizt hafa undan þess konar liðveizlu við þá.