Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldufólk leitar lags við mennskar manneskjur (inngangur)

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, ritstjóri Jón Árnason
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Það er oft í sögnum haft hér á landi að huldumenn hafi numið burt og leitað samfara við mennskar konur, og eins á hinn bóginn að álfkonur hafi lagt ástarhug á mennska menn og lagzt með þeim sem nokkuð hefur verið af sagt um stund. Varúðarvert hefur það þótt að skorast undan fylgilagi við álfa, en þó öllu hættulegra að bregða heit sín við þá og skal hér nú enn getið nokkurra dæma.