Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Frá fornmönnum

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, ritstjórn Jón Árnason
Frá fornmönnum

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Hér þykir eiga bezt við að geta menja þeirra sem enn eru til í munnmælum frá hinni fornu söguöld og sem að einu leyti loða við einstöku menn sem eru meir eða minna kunnugir úr fornum sögum, en að hinu leytinu annaðhvort skýra frá öðru eða segja öðruvísi frá því sem áður er í sögur fært. Allmargar slíkar sögur mætti og kalla örnefnasögur því þær skýra frá því hvernig ýms örnefni eru uppkomin sem menn ætla að séu frá landnámstímum eða þá að minnsta kosti mjög snemma uppkomin þó ekki fari bóksögur af.