Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bakkabræðrasögur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Bakkabræðrasögur
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Enn er sægur til af sögnum um ýmsan fíflaskap heimskingja, bæði orðalag og athæfi. Lýsa sumar þeirra sannkölluðum flónum, en sumar sýnast sprottnar af misskilningi, rangri eftirtekt eða mismælum og enn öðrum álfaraskap sem kemur því verr við sem hann virðist koma fram af hjartans einfeldni. Fernar flónssagnir eru til á íslandi sem ganga næst Molbyggjasögum í Danmörku, en dr. Maurer telur ekki færri en sex slíka söguflokka á Þýzkalandi.[1] Þessar sagnir eru um Bakkabræður fyrir norðan. Flóafífl fyrir sunnan, Öxneyinga fyrir vestan, en Hornfirðinga fyrir austan. Sumar þessar sagnir eru svo líkar að ekki er alls staðar auðið að greina hvorar frá öðrum og lítur oft svo út sem sagnirnar væru þýddar af einu málinu á annað ef menn vissu ekki að sumar munnmælasögur eru mörgum þjóðum sameiginlegar.

  1. Hann nefnir þá Lallenburger Streiche, Krahwinkliaden, Hirschauer, Schildburger, Schöppenstadter eða Weilheimer Stücklein.